Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Róleg sumarbústaðarferð

Já þessi sumarbústaðarferð var frekar í rólegri kantinum, og það var bara mjög fínt. Ferðin einkenndist aðalega af áti (þó í hollari mæli núna miðað við seinustu ár) og fallegum söngi í singstar.

Helga að smakka á takkóinu góða
Þetta var líka fyrsta ferðin mín sem ég er alla helgina en vanalega hef ég verið eitthvað upptekin, á æfingu eða eitthvað svoleiðis.
Fórum eiginlega ekkert út nema einu sinni en sú ferð endaði fljótt þar sem við fórum næstum út af veginum og ákváðum við þá helmingurinn af hópnum að skilja bara bílinn eftir og labba til baka ( sem betur fer vorum við bara rétt farin af stað) en hinir fóru í bíltúr. Við sem fórum til baka fórum bara til þess að geta æft okkur í singstar ;) Þetta kom hálkunni ekkert við ;)

Gunnar H. og Berglind Bára, örugglega að keppast um það hvor syngi nú betur UpTown girl

En undur og stórmerki gerast enn, jamm ég fór í heitapottinn. Slíkt hefur bara ekki gerst síðan ég var svo ung að ég hafði ekki vit á öðru. Hef sem sagt ekki gaman af því að strypplast um á sundbolnum fyrir framan fullt af fólki. Sumir segja þetta spéhræðslu og ég er, ja, stundum sammála.

Annars er ekkert í fréttum frekar en fyrri daginn þannig að ég læt þetta bara gott heita í dag.

5 Comments:

At 10:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ætli það sé ekki rétt að taka það fram að ég vann GH þó naumlega væri í samanlögðum viðureignum :o)
Berglind

 
At 11:40 f.h., Blogger Berglind said...

Jú auðvitað, hvernig læt ég. Það þarf náttúrulega að koma fram hver vann. Takk fyrir að koma því á framfæri :)

 
At 8:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ánægð með þig að hafa verið ALLA helgina og já líka að þú skyldir nú skella þér í heita pottinn:) Ert sko á réttri leið!

Næst er bara að skella sér í sund:)

Kv.Herdís

 
At 8:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæt mynd af mér...

 
At 9:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held ég hefði unnið bæði Berglindi Báru og GH í samanlögðum viðureignum þeirra beggja.
Ég er söngstjarna.

 

Skrifa ummæli

<< Home