Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, janúar 30, 2006

Alveg í letinni

Já þessi helgi leið hjá frekar fljótt, og svo þegar maður gerir ekkert um helgina, fer varla út úr húsi þá finnst manni að maður hefur ekki afrekað neitt um helgina, sem er svo sem alveg rétt ennn.......

En á morgun er ég að fara á sjálfsvarnarnámskeið í vinnunni. Hlakka nú svolítið til, er samt hrædd um að vera kíld niður eða eitthvað. En sem sagt eftir morgun daginn þá ættuð þið að vonast til þess að EF sko bara EF þið lendið í einhverju óhappi þá ættuð þið að vona að þið verðið með mér. Ég er sko búin að fara á að ég held 8 skyndihjálpanámskeið, svo er ég nýbúin að fara á slökkviliðsnámskeið, þar sem ég læri að slökkva eld með slökkvitæki ;) og svo á morgun er ég að fara í sjálfsvarnarnámskeið. Tja þannig að ef eitthvað óhapp kemur upp, hvort sem þið skerið ykkur, það kveiknar í hjá ykkur eða þá að einhver ætlar að ráðast á ykkur þá ætti ég að geta reddað ykkur ;)
Samt svo týpískt að ef maður myndi nú lenda í einhverju svakalegu þá myndi ég örugglega bara frjósa og segja ekki orð!!!!

En já best að fara undirbúa sig fyrir slagsmálin ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home