Sumó
Er á leiðinni í sumarbústað í kvöld með vinahópnum úr MS, bústaðurinn að þessu sinni er víst í Vaðnesi sem er í Grímsnesi. Ætla að taka singstar með og það verður eflaust fjör. Spurning hvort að maður taki lagið!! En svo ætla ég að reyna að redda Buzz. Hann er alveg ágætlega skemmtilegur leikur.
Þannig að það er fín kósí helgi framunda.
Annars átti ég alltaf eftir að óska Helenu og Rössu til hamingju með útskriftina úr Tækniháskólanum (HR) seinustu helgi. Til hamingju stelpur!!!
Jæja ég segi bara; góða helgi!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home