Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, apríl 30, 2005

Ég er greinilega ekkert skemmtileg!!! 60% venjuleg.

You Are 60% Normal
(Really Normal)



Otherwise known as the normal amount of normal
You're like most people most of the time
But you've got those quirks that make you endearing
You're unique, yes... but not frighteningly so!

How Normal Are You?

föstudagur, apríl 29, 2005

Aðþrengdar eiginkonur vs. Piparsveinninn

Já það verður erfitt á fimmtudögum að ákveða hvort að maður eigi að horfa á Stöð 1 eða Skjá 1. Jamm mér líst nú bara ansi vel á Piparsveininn, horfði á byrjunina og endirinn á honum og vá hvað ég hlakka til. Þetta verður alveg svakalegur þáttur. Einn stokker og svo önnur sem er njósnari, úllala. En það var samt svo hræðilegt í þættinum í gær maður, halló sagði vitlaust nafn við rósarafhendinguna og þurfti að leiðrétta það. Greyið stelpa sem fékk rósina sem hún átti víst ekki að fá. Ég fann sko til með henni. En hann bauð henni að vera og hún þáði það. Ég hefði sko ekki gert það, ég hefði bara skilað rósinni, því að það var greinilegt að hann vildi ekki hafa hana!!

Enn annars er þetta alveg helv.. flottur gaur, ég væri sko ekkert á móti því að hann myndi banka uppá hjá mér :)

Svo vil ég óska þeim sem eru að byrja í prófum eða eru þegar byrjuð í prófum, góðs gengis.

L8ter

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Helgin og Dale Carnegie

Loksins gerði ég eitthvað að viti um helgina, hékk ekki bara heima og boraði í nefið!!
Á laugardaginn fór ég með Sveigu, Heiðu Björgu og vinkonu hennar í bæinn og ákváðum við að fara upp í Hallgrímskirkjuturn. Mjög gaman það, hef ekki komið þangað síðan að ég var lítil og það er að verða frekar langt síðan. Svo var ég bara róleg um kvöldið.

Á sunnudaginn fór svo ég, Heiða Björg og Hildur á myndina ICE prinsess og buðum við litlu frænkum okkar með. Fínasta mynd ;)
Horfði svo á ÍBV-ÍR í sjónvarpinu og var ég frekar fúl með þann leik. Hann var ekki meira spennandi en það að ég sofnaði yfir honum. Úrslitin voru heldur ekki góð :(

En svo að Dale Carnegie, það er svoleiðis þjónustunámskeið í vinnunni minni, byrjaði núna á mánudaginn og verður svo næstu 3 mánudaga. Þeir sem þekkja mig geta rétt ímyndað sér það hvað ég var ánægð þegar ég vissi það að ég þurfti að fara á svona námskeið!!! Var orðin stressuð daginn sem ég vissi að ég þurfti að fara. Konan byrjaði svo á því að segja við okkur að þeim sem fyndinst þetta vera tímasóunn og væru ekki jákvæðir gagnvart þessu mættu bara fara út núna (og benti á dyrnar). Ekki var ég að fara að ganga þarna út en ég var ekki sú allra jákvæðasta. Svo allan tímann var ég að bíða eftir því að þurfa að standa upp og segja eitthvað. En þetta er aðeins öðruvísi en framkomunámskeiðið og er ég mjög ánægð með það.
En við þurftum samt að gera æfingu til þess að læra að muna mikið af nöfnum í einu og við sátum í hring. Svo stóð alltaf einn og einn upp í einu og kynnti sig. En þar sem við vorum svo mörg (25) þá er svo erfitt að læra svona mörg nöfn í einu og þá áttum við að finna tengingu við nöfnin okkar, sem var svona leikin tenging og við þurftum að sýna það fyrir framan alla. Það var svo sem ekkert erfitt að gera fyrir mitt nafn, gerði bara svona berg með höndunum og eins og ég væri að drekka úr lind og svo stóð ég eins og hermaður! En vá hvað mér leið illa þegar ég var að leika þetta, ég get varla leikið fyrir vini mína þegar ég er í actionary (leikspilið), hvað þá fyrir framan 25 manneskjur sem ég þekki mjög takmarkað eða þá ekki neitt. En svo í næstu umferð þá átti fólk bara að leika og við áttum að skrifa nöfnin niður. Og þetta svei mér þá virkaði. Og ég man fullt nafn á held ég bara flestum ennþá í dag. Það er samt spurning hvort að maður fari eitthvað að leika alltaf fyrir fólk þegar maður er að kynna sig.

Jæja ég segi þetta gott í bil, ætti kannski að fara að lesa bókina sem ég fékk á námskeiðinu, hún heitir; Vinsældir og áhrif. Þar getur maður lært það hvernig maður á að eignast vini hratt og örugglega, og hvernig maður á að auka vinsældir sínar. Bara snild!!!

föstudagur, apríl 22, 2005

Gleðilegt sumar :)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Sumir fæðast bara nördar .....

... og er ég ein af þeim!!! Já, já ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að púsla kvöldinu í kvöld saman en svo er hittingurinn ekkert í kvöld. Úúppppss. Mín mistök. Skildi ekkert í því afhverju ég var ekkert búin að heyra meira af hittingnum þar sem þetta átti að vera í kvöld. Nei þá fer ég að spyrjast fyrir og lesa mailið mitt aðeins betur, þá kemur í ljós að þetta er víst eftir 2 vikur, hehe. En þá kemst ég í matinn í kvöld með vinnunni :) En ég er samt fegin að ég hafi ekki verið ein sem var með þennan misskilning, hún Glóí misskildi þetta líka ;)

Heiða Björg frænka stóð sig víst mjög vel í gær, var víst voða einbeitt en mundi samt eftir því að brosa inná milli. Hlakka til að sjá videóið af henni.

Enn annars er hann pabbi byrjaður að blogga frá Kárahnjúkum og það verður gaman að sjá hvort að hann verði duglegur að blogga. Ætla að setja link á hann.

En ég er farin að reyna að gera mig sæta fyrir kvöldið.
Takk fyrir veturinn.

Nördið.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

2000 kall og allt að gerast!

Mér finnst frekar pirrandi þegar maður hefur margt að gera í einu. T.d. á morgun þá er e-ð stuð með vinnunni, okkur er sem sagt boðið af Íshestum (að mig minnir) að fara á hestbak, svo í línudans og skeifukast, eftir það er svo farið að borða á Fjörukránni og eitthvað djamm eftir kvöldi. Og svo er það hitt, það er hittingur hjá bekknum mínum úr THÍ. Þannig að ég var að pæla að púsla þessu einhvern veginn saman.
En samt kemst ég örugglega ekki á hestbak út af skúringunum :(
Ef einhver er áhugasamur og vill skúra fyrir mig, endilega hafið samband ;)

Svo er það hitt, litla frænka mín er að fara að sýna á balletsýningu í kvöld, tek það fram hún er 7 ára, og það kostar 2000 krónur inn, mér finnst það frekar dýrt. Þau segja að þetta sé svona hátt svo að þau geti borgað leigun af salnum, enn fyrr má nú aldeilis vera. Ég segi bara eitt; Sigurveig settu hana í eitthvað annað sport, t.d. eins og handbolta, þó að það kosti kannski mikið að æfa þá þarftu ekki að borga inn til þess að sjá hana spila. Allavega á meðan hún er svona ung.

Berglind kveður í góða veðrinu.

föstudagur, apríl 15, 2005

Drop dead gorgeous

Berglind sýndi mér þessa mynd í dag og ég varð bara að setja hana inn hjá mér. Hann er svo flottur :) Góð húfa!!! Og ég er eiginlega alveg viss um það að þetta sé WOW skýlan hans.


Willi pins og félagi hans.
Jah ég bara spyr, er skrítið að maður hafi fallið fyrir þessum??

Þetta er BOW sem kveður að sinni.

Fredag

Vúff það er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni þessa vikuna aðalega vegna þess að ég var á þessu námskeiði og var því lengur en vanalega og átti þá alltaf eftir að skúra. En núna á ég sem sagt að vera orðinn snillingur á Operu kerfið, einmitt!!!!
Þetta er líka í fyrsta skiptið frá því að ég byrjaði í skóla, að mig minnir, að ég hef verið kölluð valdræða nemandinn í bekknum (fyrir utan eitt skipti í tíma hjá henni Ástu eðlisfræði kennara í MS en þá vorum við bara aðeins að tala). En ég held að í þetta skiptið hafi það bara verið gert í gríni, eða ég held það að minnsta kosti :s

Ég og Hildur systir fórum í gær á veitingarstað og fengum okkur að borða. Pöntuðum okkur voða góða pítu og þegar ég var svona að verða hálfnuð með mína, haldið þið að ég hafi ekki fundið hár í brauðinu. Ooojjjjjjj það var ógeðslegt, þannig að ég fór og fékk nýja, ákvað að hætta á það þar sem ég var að deyja úr hungri. En svo í morgun þegar ég var að borða morgunmatinn fór ég að tala um þetta og þá missti ég eiginlega matalistina, mjög skrýtið, ég hef þá verið svona viðbjóðslega svöng í gær að ég kippti mér ekkert svo upp við þetta. Ekki líkt mér. En ég ætla ekki að segja hvaða matsölustaður þetta var svo að ég eyðileggi ekki eitthvað fyrir öðrum.

Og þar sem það er föstudagur þá var hlustað á þáttinn í vinnunni. Frekar fyndið það er einhver hefð hjá þeim í vinnunni að hlusta á einn þátt sem er alltaf á Rás 1 klukkan 9.00 á föstudögum. Þetta er svo gamaldags þáttur að hálfa væri nóg, ég veit ekki hvað hann heitir en hann er alltaf kallaður Þátturinn í vinnunni, kannski heitir hann það bara. En já þá er kona sem talar eins og hún sé að lesa allt upp af blaði t.d. kemur; Guðmundur á Gnúpi í Seiðisfjarðarhreppi vill kasta kveðju á starfsmenn sláturhúsins og sendir hann lagið Sjóferðin með þessari kveðju. Þetta er allt í þessum dúr og er mjög svo fyndið.

Ég segi annars bara; góða helgi ;)

mánudagur, apríl 11, 2005

Námskeið

Var á námskeiði í dag í vinnunni. Er að læra á kerfi sem er notað þar. Verð á morgunn og hinn líka og þarf að vera til klukkan 18.00 á þeim þannig að maður er kominn ferkar seint heim á kvöldin. En þetta er svo sem ekkert í langan tíma.
Ég var ekkert sérlega góð í dag, gerði einhverja vitleysu og allir þurftu að bíða eftir mér, mér til mikillar ánægju. Svo var kennarinn ekkert að leyna því fyrir hinum að ég hefði klúðrað einhverju, nei, nei hann sagði við alla að þeir þyrftu að bíða því að ég hefði gert vitleysu. En sem betur fer sagði hann þetta bara á léttu nótunum :s

Annars var helgin ágæt, var að passa Heiðu á föstudaginn og tókum við stórmyndina Up town girl og teiknimyndina Aldorado. Klassa myndir ;) Á laugardeginum fór ég svo í heimsókn til Kollu og Bjarka og kíkti svo á nýju íbúðina þeirra Hafdísar og Trausta og er hún voðalega fín.
Eftir það þá fór ég til Írisar og hitti hana ásamt Snjólaugu. Eftir c.a. tvö glös af léttvíni hjá mér og aðeins meira magn hjá stelpunum fórum við á Hressó. Þegar við komum þangað þá mætti halda að við hefðum farið á reunion með árganginum okkar úr Seljaskóla og okkur hefði ekki verið boðið ;) Því að það voru voðalega margir þarna sem voru með okkur í Seljaskóla en það hitti greinilega bara þannig á að það voru allir að skemmta sér sama kvöldið, mjög skemmtileg tilviljun.

Núna er ég græn úr öfund því að mamma og pabbi eru að fara til Danmerkur á árshátíð og mig langar svo viðbjóðslega að fara út. En nei ég sé ekki fram á það að ég sé að fara eitthvað út á næstunni, ég verð bara að bíta í það súra :(

En ég er farin að horfa á CSI, það er alveg möst því að einn löggukallinn er svo sætur ;)

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Birrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Maður getur bara ekki sagt annað þessa dagana. Það er svo viðbjóðslega kalt úti. Í morgun kíkti ég út um gluggan og var voða ánægð, það var þetta svaka sólskín. En þegar ég fór út, vaaa það var svo kalt og bíllinn minn er svo lengi að hitna, hann verður eiginlega ekki orðinn heitur fyrr en ég er komin niður í vinnu. Kannski finnst mér bara svona kalt núna því að um daginn var svo gott veður og mig var farið að dreyma um að fara á línuskautana mína sem ég keypti mér í fyrra en fór bara á einu sinni. Sé fram á það að ég þurfi að bíða aðeins lengur með það að fara á línó.
En það er svo sem í lagi, á eftir að kaupa mér hlífar og hjálm.

En svo eru ÍR strákarnir að spila fyrir norðan núna og heyrðist mér áðan í útvarpinu að staðan væri bara mjög góð, þeir komust víst í 8-0. Nokkuð gott. En vonandi missa þeir þetta ekki niður eins og í seinasta leik. Já ég von bara að þeir vinna þetta í kvöld, fínt að taka þetta bara í tveim leikjum.

Áram ÍR

þriðjudagur, apríl 05, 2005

LOST

Ég ákvað í gær að kíkja á þáttinn LOST, það eru allir búnir að vera að tala um hann þannig að ég varð aðeins að sjá um hvað málið snérist. Er búin að heyra að þetta séu alveg frekar hryllilegir þættir (þá í þeirri merkingu að maður verður hræddur). Ég fór því að horfa á þáttinn með því hugarfari. Eftir nokkrar mínútur nennti ég ekki að horfa lengur því að ég var svo stressuð yfir því að mig myndi bregða allan tímann og var með sængina upp fyrir haus þannig að mér fannst hálf tilgangslaust að horfa á hann. Þess í stað setti ég bara The O.C. í tækið og horfði á 2 og 1/2 þátt. Miklu frekar þáttur að mínu skapi :) En mér fannst samt svo frábært fólk sem var að leika í LOST, þar var einn Hobbit, gaur sem lék í Felicity, elsti bróðirinn í Party of five og svo fleiri góðir ;)

Annars eru strákarnir í ÍR að spila núna við KA menn og vona ég svo innilega að þeir vinni. Leikurinn er víst sýndur í sjónvarpinu þannig að ég er spá að í að fara að horfa.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Þunn!!

Fór á tjúttið í gær með stelpum úr vinnunni. Jamm við vorum sem sagt ég, Berglind, Hildur og Hildur, mjög eðlilegt. Borðuðum sama suzi, eitthvað sem ég hef ekki smakkað en ég lét mig hafa það í gær og smakkaði það. Það er bara ágætt en samt ekki fyrir mig. Ég hugsaði svo mikið um það að ég væri að borða hráan fisk þannig að það skemmdi svolítið fyrir.
Fórum svo á Torvaldsen, en stoppuðum stutt þar, því næst var farið á NASA og voru Hjálmar (held að þeir heiti það) að spila. Þegar þeir hættu þá var farið á Hressó og svo bara heim. Fínt kvöld í gær en ég get ekki sagt það sama um daginn í dag. Er búin að vera frekar mikið þunn :s

Núna er ég bara að bíða eftir því að Hrund klári að horfa á 5-8 þátt af the O.C. svo að ég geti tekið aðra marþonn syrpu á þetta. Má víst ekki horfa á þá fyrr en hún er búin að horfa á þá. Frekjan í henni. Hún á bara að sjá um að redda þáttunum en ekkert að vera að horfa á þá sjálf :)

Svo er annað í fréttum, ég er ennþá í ástarsorg eftir fréttirnar á fimmtudaginn þar sem sagt var að teknar voru myndir af Willa prins á skíðum með kærustunni sinni. Eitt er víst að ég var sko ekkert á skíðum í Sviss. Þannig að hann er sko alveg að halda fram hjá mér. Ég spyr þá bara; hverjum á ég þá að giftast???

Jæja best að fara að glápa á imbann og reyna að plata Hrund til þess að leyfa mér að horfa á þættina.

Ein í ástarsorg ;)