Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Sumir fæðast bara nördar .....

... og er ég ein af þeim!!! Já, já ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að púsla kvöldinu í kvöld saman en svo er hittingurinn ekkert í kvöld. Úúppppss. Mín mistök. Skildi ekkert í því afhverju ég var ekkert búin að heyra meira af hittingnum þar sem þetta átti að vera í kvöld. Nei þá fer ég að spyrjast fyrir og lesa mailið mitt aðeins betur, þá kemur í ljós að þetta er víst eftir 2 vikur, hehe. En þá kemst ég í matinn í kvöld með vinnunni :) En ég er samt fegin að ég hafi ekki verið ein sem var með þennan misskilning, hún Glóí misskildi þetta líka ;)

Heiða Björg frænka stóð sig víst mjög vel í gær, var víst voða einbeitt en mundi samt eftir því að brosa inná milli. Hlakka til að sjá videóið af henni.

Enn annars er hann pabbi byrjaður að blogga frá Kárahnjúkum og það verður gaman að sjá hvort að hann verði duglegur að blogga. Ætla að setja link á hann.

En ég er farin að reyna að gera mig sæta fyrir kvöldið.
Takk fyrir veturinn.

Nördið.

4 Comments:

At 11:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst nú soldið ljótt að skilja mann útundan í svona Thí hitting, þó maður hafi ekki klárað Bs með ykkur þá var ég með ykkur í bekk í tvö ár hehehe....þú kemur þessu á framfæri Berglind mín.

 
At 11:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

híhí tek undir þetta beta ;)

kv. steinunn

 
At 4:01 e.h., Blogger Berglind said...

Heyrður ég skal koma þessu til skila.
Og auðvitað finnst mér að þið eigið líka að koma, ég meina þið útskrifðust með okkur í fyrra :)

En Steinunn ég er algjört nörd eins og þú kannski veist, enn ertu ekki ennþá í Belgíu???? :)
Gaman að heyra í ykkur.

 
At 9:05 f.h., Blogger Berglind said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home