LOST
Ég ákvað í gær að kíkja á þáttinn LOST, það eru allir búnir að vera að tala um hann þannig að ég varð aðeins að sjá um hvað málið snérist. Er búin að heyra að þetta séu alveg frekar hryllilegir þættir (þá í þeirri merkingu að maður verður hræddur). Ég fór því að horfa á þáttinn með því hugarfari. Eftir nokkrar mínútur nennti ég ekki að horfa lengur því að ég var svo stressuð yfir því að mig myndi bregða allan tímann og var með sængina upp fyrir haus þannig að mér fannst hálf tilgangslaust að horfa á hann. Þess í stað setti ég bara The O.C. í tækið og horfði á 2 og 1/2 þátt. Miklu frekar þáttur að mínu skapi :) En mér fannst samt svo frábært fólk sem var að leika í LOST, þar var einn Hobbit, gaur sem lék í Felicity, elsti bróðirinn í Party of five og svo fleiri góðir ;)
Annars eru strákarnir í ÍR að spila núna við KA menn og vona ég svo innilega að þeir vinni. Leikurinn er víst sýndur í sjónvarpinu þannig að ég er spá að í að fara að horfa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home