Aðþrengdar eiginkonur vs. Piparsveinninn
Já það verður erfitt á fimmtudögum að ákveða hvort að maður eigi að horfa á Stöð 1 eða Skjá 1. Jamm mér líst nú bara ansi vel á Piparsveininn, horfði á byrjunina og endirinn á honum og vá hvað ég hlakka til. Þetta verður alveg svakalegur þáttur. Einn stokker og svo önnur sem er njósnari, úllala. En það var samt svo hræðilegt í þættinum í gær maður, halló sagði vitlaust nafn við rósarafhendinguna og þurfti að leiðrétta það. Greyið stelpa sem fékk rósina sem hún átti víst ekki að fá. Ég fann sko til með henni. En hann bauð henni að vera og hún þáði það. Ég hefði sko ekki gert það, ég hefði bara skilað rósinni, því að það var greinilegt að hann vildi ekki hafa hana!!
Enn annars er þetta alveg helv.. flottur gaur, ég væri sko ekkert á móti því að hann myndi banka uppá hjá mér :)
Svo vil ég óska þeim sem eru að byrja í prófum eða eru þegar byrjuð í prófum, góðs gengis.
L8ter
4 Comments:
Takk fyrir þetta ;)
Begga B
Ekki málið ;)
Var í fyrsta prófinu í dag, svo er næsta á mánudaginn. Var búin að gleyma því hvað þessi prófatími er nú æðislega skemmtilegur (einmitt).
Ég vona að þér hafi gengið vel í dag og að þér eigi eftir að ganga vel. Ég get ekki sagt að ég öfundi þig á því að vera í prófum. En það er samt mjög skrýtið að fara ekki í þetta stresstímabil.
Skrifa ummæli
<< Home