Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, apríl 19, 2005

2000 kall og allt að gerast!

Mér finnst frekar pirrandi þegar maður hefur margt að gera í einu. T.d. á morgun þá er e-ð stuð með vinnunni, okkur er sem sagt boðið af Íshestum (að mig minnir) að fara á hestbak, svo í línudans og skeifukast, eftir það er svo farið að borða á Fjörukránni og eitthvað djamm eftir kvöldi. Og svo er það hitt, það er hittingur hjá bekknum mínum úr THÍ. Þannig að ég var að pæla að púsla þessu einhvern veginn saman.
En samt kemst ég örugglega ekki á hestbak út af skúringunum :(
Ef einhver er áhugasamur og vill skúra fyrir mig, endilega hafið samband ;)

Svo er það hitt, litla frænka mín er að fara að sýna á balletsýningu í kvöld, tek það fram hún er 7 ára, og það kostar 2000 krónur inn, mér finnst það frekar dýrt. Þau segja að þetta sé svona hátt svo að þau geti borgað leigun af salnum, enn fyrr má nú aldeilis vera. Ég segi bara eitt; Sigurveig settu hana í eitthvað annað sport, t.d. eins og handbolta, þó að það kosti kannski mikið að æfa þá þarftu ekki að borga inn til þess að sjá hana spila. Allavega á meðan hún er svona ung.

Berglind kveður í góða veðrinu.

3 Comments:

At 8:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Svo var líka allt að gerast í One Tree Hill :Þ

Berglind Bára

 
At 10:58 f.h., Blogger eyglo said...

Er alveg pottþétt hittingur? Ég hef bara fengið 1 mail um þetta... Veistu hvar og hvenær þetta er? ;)

 
At 12:48 e.h., Blogger Berglind said...

Já nákvæmlega, ég hef ekki fengið annað mail. En ég talaði við Sveinbjörgu og Sibbu og þær voru að plana eitthvað á Cafe Victor en svo hef ég ekki heyrt neitt meira. Mjög skrýtið.

Já Berglind það er líka sko allt að gerast í OTH. Jake bara kominn aftur, og mér líst mjög vel á það ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home