Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Litla Ísland

Hræðilegar fréttir með litlu stelpuna sem var rænt. Hvernig er Ísland að verða?? Maður fer að verða áhyggjufullur um litlu frændsystkinin sínum sem þurfa að ganga í skólann og svo heim.
Ekki nóg með það að fólk er að drepa eða lemja til dauða aðrar manneskjur því að þau eru öfundsjúk. Ekki alveg sátt við þetta.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Á ljótunni!!!!

Já það er spurning hvort að maður sé á ljótunni eða hvað, ööössss. Ekki nóg með það að ég sé með einhverja sýkingu í vinstra auganu þá breytist ég í fílamanninn í gærkvöldi. Jii það var hræðilegt, var bara að horfa á sjónvarpið í sakleysi mínu og fer svo að tannbursta mig og þá bara; Ohhh ekki falleg sjón, ég var öll bólgin í framan og með rauða upphleypta flekki (á svæðinu í kringum kinnarnar og á kinnunum). Veit ekki afhverju þetta kom en ég hugsa að það hafi verið út af frostinu sem var reyndar ekki mikið enn.......þannig að maður á ekki að vera góður. Ég fór nebla með Heiðu Björg frænku upp í skíðabrekku í smá stund. Það er það eina sem mér datt í hug að gæti verið. Ég hringdi í einhverja hjúkrunavakt og hún sagði mér bara að ég ætti að fylgjast með þessu eða fara niður á bráðamóttöku. Tjaa ég nennti ekki að fara eitthvað að vakna um miðja nótt til að pæla í þessu þannig að ég fór bara að sofa og þegar ég vaknaði þá var þetta að mestu farið. En mamma kom samt með mjög uppörvandi komment þegar hún sá þetta; þetta gæti verið bráðaofnæmi!!!! Mér fannst ekki gaman að heyra þetta því að ég var að fara að sofa, hehehe samt fyndið.

Var að pæla að setja inn mynd af útlitinu á mér í gær en þar sem ég var mjög lík fílamanninu, sem ég þorði aldrei að sjá í bók þegar ég var lítil, þá ákvað ég að sleppa því. Ekki fyrir viðkvæma ;)

laugardagur, nóvember 20, 2004

Bridget Jones

Fór á Bridget Jones í gær, og hún stendur sko fyrir sínu. Fannst hún mjög svo skemmtileg.
Svo vaknaði ég klukkan 8 í morgun til þess að fara að skúra því að ég nennti ekki að fara í gær. Vaknaði bara svona snemma því að átti að vera mætt upp í skóla klukkan 10 en það breytist svo eitthvað. Er bara búin að vera heima í allan dag að reyna að koma skipulagi á námsefnið sem er til prófs.

En er að pæla að fara að horfa á Annie, munaðarleysingjann Annie, Hildur keypti hana í Boston. Miklir fagnaðarfundir voru þegar ég sá að hún hafi fundið hana úti. Búin að vera að leita eftir henni hérna í nokkur ár en hún virðist bara ekki vera til hér á landi.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Birr hvað það er kalt

Það er ekkert skrýtið að manni langar ekkert að fara út úr húsi þegar það er svona kalt út. Já á Vísir segjir að þetta sé kaldasti nóvember í heila öld!!! Birrrrrrrrrrrrrr
Það er spurnig hvort að bíllinn minn hafi að þyðnað í nótt. Við skulum vona það :)

Fór til augnlæknis á þriðjudaginn og hann var búinn að greina mig með þvílíkt versnandi sjón á vinstra auga og ég var líka komin með svolitla sjónskekkju. En svo þegar hún fór að gá betur þá var ég bara með svona svakalega sýkingu í vinstra auga. Ekki gott. Og ég á víst ekki að taka mark á fyrri greiningu. En það skrýtna við þetta allt saman er að það var nánast engin sýking í hægra auganu. Ég er sennilega búin að vera með þetta síðan í byrjun ágúst, ég er svo dugleg að fara til læknis ef að það er eitthvað að mér ;)
En ég má ekki nota linsurnar mínar núna næstu 2-3 vikurnar og verð að setja dropa og eitthvað ógeðis smyrsl í augað á mér. Ekki gott mál. Þannig að það er spurning næst þegar ég sé að það sé eitthvað að mér að ég fari fyrr til læknis.

Berglind blinda

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Bíllinn dó :(

Í hádeginu í dag þegar ég ætlaði að fara í skólann þá vildi bíllinn minn ekki fara í gang. Ég reyndi og reyndi en ekkert gerðist :( Það er bara alltof kalt fyrir hann. Ég fór ekkert á honum í gær þannig að hann hefur bara verið gegn frosinn. Ekki nógu gott. En pabbi er búinn að laga hann, hann varð víst alveg straumlaus út af veðrinu. Núna fær hann að vera inní bílskúr í nótt til að hlýja sér.

Áður en ég fer að taka að mér allan heiðurinn af þessu makeoveri á síðunni þá ætla ég bara að segja það að ég kom ekki nálægt því að breyta henni. Sagði að vísu hvernig lit ég vildi an allt annað gerði hann Hreiðar frændi minn. Er hann ekki klár??? Takk Hreiðar, þú ert frábær :)

Ég var sem sagt komin með algjört ógeð af hinu lúkkinu búin að vera með það í tæp 3 ár og ekki var ég að fatta hvernig það ætti að breyta þessu :s

Á þriðjudaginn eignaðist ég lítinn svakalega sæta frænda. Fór að skoða hann í gær á spítalanum. Guð hvað hann er sætur. Hafdís og Trausti til hamingju með litla prinsinn.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Nýja lúkkið!

Hvernig líst ykkur á lýtaraðgerðina sem þessi síða hefur fengið?
Látið heyra í ykkur!


þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Mér líkar ekki allur þessi snjór. Þetta var fínt eins og það var í morgun þegar ég fór í skólann en er ekki fínt eins og það var þegar ég lagði af stað heim úr skólanum í kvöld. Það var bara komið skafl ofan á litla sæta bílinn minn og ég ekki klædd til þess að fara að klífa snjó. Ööössss. Svo finnst mér heldur ekki gaman að þurfa að keyra í þessu, hjartað er í maganum á mér allan tímann sem ég er í umferðinni.

Hver bað eiginlega um þetta??? Og hver stendur fyrir þessu???

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Ég hef góða afsökun fyrir því afhverju ég er svona lélega að blogga þessa dagana. Lokaverkefnið mitt á hug minn allann. Það er lítið annað sem maður gerir en að sitja fyrir framan tölvuna og búa til gröf og svoleiðis. En samt leifið ég mér að hitta stelpurnar á föstudaginn og við fengum okkur pizzu og horfðum á Idol.

Svo í gær þá reyndi ég að gera eitthvað í lokaverkefninu og svo fór ég í 60 ára afmæli til hans Grétars. Þar var heljarinnar veisla og fullt gott að borða, ummm :)

Núna þarf ég að halda áfram að læra, en ég er samt að deyja úr öfund því að á meðan ég er að gera þetta lokaverkefni þá er Hildur systir úti í Boston að skemmta sér. Væri sko alveg til í að skipta við hana núna, en nei ég verð bara að halda áfram með þetta dót.

Adios.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004


Hrund gella 17 ára í dag.
Posted by Hello

Já Hrund systir er 17 ára í dag og vil ég óska henni til hamingju með daginn og svo er hún líka að fá bílprófið sitt í dag. Til hamingju með daginn litla systir :)

Og í annað. Ég fór í ræktina í gær og við erum oftast 3 saman að lyfta. Tökum alltaf tvö tæki í einu svo þetta gangi nú fljótt fyrir sig. En í gær þegar við erum búnar að skiptast á tækjum 2 umferðir (lyftum alltaf 3) þá kemur einhver kona og segir með svolítið pirruðum tón; þið eruð búnar að fara fram og til baka í þessu tæki svolítið lengi. Þá sagði Rass; já við lyftum 3 í hverju tæki og konan setur upp einhvern fyrirlitningar svip. Og þá bæti ég við, og við erum líka 3. Konan fór. En vá hvað ég varð pirruð, hvað kemur henni við hvað við erum lengi og í hvaða tæki við erum. Ef við hefðum bara verið ein í hverju tæki þá hefi hún þurft að bíða miklu lengur. Og fyrir utan það þá voru fleiri tæki sem taka á sömu vöðvum. Hún gat bara farið í þau.

Jæja kannski að maður farið að fylgjast með í tíma :)

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ég trúi þessu ekki, eða ég vil ekki trúa því að minnsta kosti. Bush verður áfram forseti Bandaríkjanna. Þetta er alveg hræðilegt. Skil ekki fólkið sem var að kjósa hann, það er greinilegt að fólk í USA vilji bara endalaust stríð og láta börnin sín, eiginmenn/konur vera send í stríð. Skil þetta ekki.

En svo er það annað, vá hvað ég var fúl í gær eftir að hafa horft á Opruh. Nýbúin að horfa á americans next og fer svo að horfa á þáttinn sem hún gefur öllum bíla. Ok allt í lagi með það nema Tyra sem sér um þáttinn americans next kemur í þáttinn og þá fer Oprah að segja hvað hún sé búin að gera og segir frá sögu þáttanna. Nei haldið þið ekki að hún segi ekki hver vinnur americans next. Vá hvað ég var fúl, ég var alltaf að segja Hildi að passa sig að nefna það ekki við mig hver vann og svo sé ég það í sjónvarpinu. Þetta var samt þannig að ég var alveg, humm ég ætti kannski að skipta um stöð til þess að vita ekki hver vann en nei maður er svo forvitinn.

Ein pirruð....

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Ég er bara orðin aftur léleg að blogga. Það er bara búið að vera svo mikið að gera í skólanum þannig að ég hef gert voðalega lítið skemmtilegt. Samt pirrandi þegar það er mikið að gera í skólanum þá verð ég eitthvað svo eyrðarlaus, verð að gera allt en geri ekki neitt!!!!

Loksins kíkti ég eitthvað út seinustu helgi, ég fór í heimsókn til Berglindar á föst, fékk þar nóg að borða, ummm, nammi, namm.

Á laugardaginn var svo farið upp í skóla að huga að lokaverkefninu. Svo seinnipartinn var farið upp í Munaðarnes í sumarbústað. Gistum þar eina nótt og lögðum svo snemma af stað heim á sunnudaginn. Þetta var ekkert smá fínt. Ég át yfir mig, við gerðum sem sagt ekkert annað en að borða og spila. Sem var bara mjög gott :) En við fórum í Gettu betur, það er alveg fínt spil nema ég og Ragnheiður vorum kannski ekki að brillera neitt í því spili en samt skemmtilegt. Segir maður ekki þegar maður tapar að það sé bara málið að vera með????? :D Svo fórum við í Scrable og djöf..... tókum við Rassa þetta á endasprettinum. Veiiiiii, við unnum spilið, mjög glæsilegt, það er nebla ekki oft sem ég vinn í spilum og því ætla ég að njóta þess að monta mig hér :)

Jæja ætli maður verði ekki að fara að hafa sig til fyrir skúringarnar því það er svo farið beint í ræktina á eftir og svo í mat til Sveigu. Eins gott að maður fái eitthvað gott að borða ;)