Mér líkar ekki allur þessi snjór. Þetta var fínt eins og það var í morgun þegar ég fór í skólann en er ekki fínt eins og það var þegar ég lagði af stað heim úr skólanum í kvöld. Það var bara komið skafl ofan á litla sæta bílinn minn og ég ekki klædd til þess að fara að klífa snjó. Ööössss. Svo finnst mér heldur ekki gaman að þurfa að keyra í þessu, hjartað er í maganum á mér allan tímann sem ég er í umferðinni.
Hver bað eiginlega um þetta??? Og hver stendur fyrir þessu???
1 Comments:
Svo mikið veit ég að ég bað ekki um þetta og stend síður en svo fyrir þessu :/
Berglind
Skrifa ummæli
<< Home