Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, nóvember 19, 2004

Birr hvað það er kalt

Það er ekkert skrýtið að manni langar ekkert að fara út úr húsi þegar það er svona kalt út. Já á Vísir segjir að þetta sé kaldasti nóvember í heila öld!!! Birrrrrrrrrrrrrr
Það er spurnig hvort að bíllinn minn hafi að þyðnað í nótt. Við skulum vona það :)

Fór til augnlæknis á þriðjudaginn og hann var búinn að greina mig með þvílíkt versnandi sjón á vinstra auga og ég var líka komin með svolitla sjónskekkju. En svo þegar hún fór að gá betur þá var ég bara með svona svakalega sýkingu í vinstra auga. Ekki gott. Og ég á víst ekki að taka mark á fyrri greiningu. En það skrýtna við þetta allt saman er að það var nánast engin sýking í hægra auganu. Ég er sennilega búin að vera með þetta síðan í byrjun ágúst, ég er svo dugleg að fara til læknis ef að það er eitthvað að mér ;)
En ég má ekki nota linsurnar mínar núna næstu 2-3 vikurnar og verð að setja dropa og eitthvað ógeðis smyrsl í augað á mér. Ekki gott mál. Þannig að það er spurning næst þegar ég sé að það sé eitthvað að mér að ég fari fyrr til læknis.

Berglind blinda

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home