Ég trúi þessu ekki, eða ég vil ekki trúa því að minnsta kosti. Bush verður áfram forseti Bandaríkjanna. Þetta er alveg hræðilegt. Skil ekki fólkið sem var að kjósa hann, það er greinilegt að fólk í USA vilji bara endalaust stríð og láta börnin sín, eiginmenn/konur vera send í stríð. Skil þetta ekki.
En svo er það annað, vá hvað ég var fúl í gær eftir að hafa horft á Opruh. Nýbúin að horfa á americans next og fer svo að horfa á þáttinn sem hún gefur öllum bíla. Ok allt í lagi með það nema Tyra sem sér um þáttinn americans next kemur í þáttinn og þá fer Oprah að segja hvað hún sé búin að gera og segir frá sögu þáttanna. Nei haldið þið ekki að hún segi ekki hver vinnur americans next. Vá hvað ég var fúl, ég var alltaf að segja Hildi að passa sig að nefna það ekki við mig hver vann og svo sé ég það í sjónvarpinu. Þetta var samt þannig að ég var alveg, humm ég ætti kannski að skipta um stöð til þess að vita ekki hver vann en nei maður er svo forvitinn.
Ein pirruð....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home