Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Ég er bara orðin aftur léleg að blogga. Það er bara búið að vera svo mikið að gera í skólanum þannig að ég hef gert voðalega lítið skemmtilegt. Samt pirrandi þegar það er mikið að gera í skólanum þá verð ég eitthvað svo eyrðarlaus, verð að gera allt en geri ekki neitt!!!!

Loksins kíkti ég eitthvað út seinustu helgi, ég fór í heimsókn til Berglindar á föst, fékk þar nóg að borða, ummm, nammi, namm.

Á laugardaginn var svo farið upp í skóla að huga að lokaverkefninu. Svo seinnipartinn var farið upp í Munaðarnes í sumarbústað. Gistum þar eina nótt og lögðum svo snemma af stað heim á sunnudaginn. Þetta var ekkert smá fínt. Ég át yfir mig, við gerðum sem sagt ekkert annað en að borða og spila. Sem var bara mjög gott :) En við fórum í Gettu betur, það er alveg fínt spil nema ég og Ragnheiður vorum kannski ekki að brillera neitt í því spili en samt skemmtilegt. Segir maður ekki þegar maður tapar að það sé bara málið að vera með????? :D Svo fórum við í Scrable og djöf..... tókum við Rassa þetta á endasprettinum. Veiiiiii, við unnum spilið, mjög glæsilegt, það er nebla ekki oft sem ég vinn í spilum og því ætla ég að njóta þess að monta mig hér :)

Jæja ætli maður verði ekki að fara að hafa sig til fyrir skúringarnar því það er svo farið beint í ræktina á eftir og svo í mat til Sveigu. Eins gott að maður fái eitthvað gott að borða ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home