Þá er það heimska!!!
Jamm þannig er það ef maður gerir eitthvað aulalegt einu sinni þá er það óheppni, en ef maður gerir sama hlutinn aftur þá er það heimska!!!
Þessi setning var mér ofarlega í huga þegar ég var í ræktinni á mánudaginn og fór af “hommatækinu/skíðatækinu” og gleymdi að taka heyrnatólið úr sambandi.
Jamm þetta var sem sagt í annað skiptið sem ég gleymi því. En í þetta skipti var það ekki eins aulalegt og seinast þegar ég tók næstum því hjólið með mér. Þannig að ég var ekki alveg heimsk, mundi eftir því áður en ég dró tækið með mér ;)
Góða helgi.
4 Comments:
Phahaha ég sé þetta ALVEG fyrir mér!!!!! úbbbsadeisí:) En þú ferð þó allavega í ræktina......og það er nú gott út af fyrir sig!
Góða helgi :)
kv. Herdís
ahahahahahaha... cool og töff!!! :)
p.s. takk fyrir síðast, gaman að hitta þig loksins!
Kv. Auður
Örugglega ekki eins nördalegt samt og að hætta að hlaupa á hlaupabretti en gleyma að stoppa brettið... og kastast þ.a.l. í vegginn:)
tíhí
Herdís: Gott að þú getur sé eitthvað jákvætt út úr þessu, en já það er rétt ég fer allavega í ræktina.
Auður: Jamm finnst þér ég ekki cool? Ég var sko að gera þetta viljandi ;)
Og gaman að sjá þig sömuleiðis, svo verðum við bara að plana mojito djamm á næstunni.
Helga: Þú ert náttúrulega bara snilli, vona að þú sért búin að jafna þig eftir skellinn í vegginn. En mundi bara næst að slökkva á tækinu áður en þú hættir að hlaupa.
Skrifa ummæli
<< Home