Læra á gítar
Ég gerði ágætlega mikið þessa helgi, fór í afmæli til Berglindar og Atla á föstudaginn. Mætti svo galvösk í bodypump tíma á laugardagsmorgun. Og ég er að drepast í líkamanum núna eftir þann tíma. Er með harðsperrur allsstaðar, sem er ekki gott. Um kvöldið elduðum við, Hildur, Hildur og Hulda saman heima hjá Huldu. Ég sá um eftirréttinn, mér var treyst fyrir því þar sem ég þurfti ekki að hita neitt og því litlar líkur á að ég gæti klúðrað því.
Svo á sunnudaginn þá ákvað ég að taka til í herberginu mínu og þegar ég var búin að því hafði ég ekkert að gera og ákvað því að reyna að læra á gítarinn sem við gáfum pabba ein jólin. Ég sá það að ég er ekki að gera góða hluti á gítar, en ég ætla að reyna aftur seinna þegar ég hef ekkert að gera. Það krefast alveg smá þolinmæði að læra á hann og það er eitthvað sem ég hef ósköð lítið af. En mig hefur langað í langan tíma að læra á gítar og því verð ég prófa aftur þó að mér hafi gengið mjög illa í gær. Er það ekki þannig að æfingin skapar meistarann?
Kveðja,
Gítarmeistarinn
4 Comments:
...og þolinmæðin þrautina vinnur...!!! You go girl:) Nú mætir þú alltaf með gítarinn með þér í partýin og heldur uppi stuðinu:)
Kv. Herdis
Tja ég efast nú um það, en Helga er orðin voðalega flínk, þannig að ég fel henni það hlutverk ;)
Bíddu við... hvar er commentið sem ég setti inn í gær???
Við gætum kannski orðið góðar saman;) Tökum gripina með okkur í bústaðaferðina:)
Helga: Já það er aldrei að vita, við gætum kannski bara stofnað hljómsveit ;)
Hildur Ýr: Er það ekki betra ef að maður ætlar að verða trúbador að kunna að syngja? Það er nebla hæfileiki sem gleymdist að láta mig fá.
Skrifa ummæli
<< Home