Þá er maður komin heim og lífið gengur sinn vanagang, væri ekkert á móti því að vera bara ennþá úti en maður verður víst að vinna sér inn pening svo að maður komist nú í ferðir til útlanda.
Við Herdís gerðum sko margt á þessum tíma sem ég var hjá henni.
Ég kom ferkar seint á fimmtudaginn til þeirra þannig að það var bara pöntuð pítsa og kjaftað. Höfðum sko um nóg að tala.
Svo var tekinn rúntur um bæinn á föstudaginn og kíkti í H&M, þar verslaði ég mér bara alveg óvart, ætlaði sko ekki að versla neitt nema einar buxur, en ég fann þær auðvitað ekki en margt annað.Um kvöldið var svo kíkt á Jensen buffhouse (veit ekki hvernig þetta er skirfað). Þar fengum við að sjálfsögðu góðan mat og kíktum aðeins í bæinn.
Á laugardaginn var svo kvennadagurinn, íslendingafélagið var akkúrat með kvennadag þegar ég var þarna og ég skellti mér bara með henni Herdísi og sé sko ekki eftir því. Við byrjuðum á að fara í einhvern eltingaleik og svo eftir það var farið í bogfimi. Ótrúlega skemmtilegt sport. Og miklu erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Aldrei að vita nema ég fari bara að æfa bogfimi!!
Eftir það var farið að borða og svo þegar allir voru saddir og sáttir var farið á hlátursnámskeið og það var ekkert smá skemmtilegt. Hélt að ég gæti ekki farið að hlæja bara svona upp úr þurru en það gekk. Fyrst var maður alveg með svo mikinn gervihlátur að það hálfa væri nóg en svo fór maður að fylgjast með konunum í kringum sig þá sprakk maður úr hlátri. Eftir að hafa hlegið svo mikið að manni verkjaði í kinnarnar þá fórum við og höfðum okkur til og mættum svo í matinn. Eftir matinn var svo línudanskennsla og svo djamm eftir nóttu. Mjög góður dagur í alla staði.
Á sunnudaginn fórum við í heimskón til Hreiðars frænda, Gunnu og Ingunni Önnu litlu frænku en þau búa í Kolding. Þau tóku vel á móti okkur og röltu með okkur um bæinn. Svo eldaði Gunna rosalega góðan tandori kjúklingarétt og við kjöftuðum þar til við tókum seinustu lestina aftur til Sonderborg.
Takk kærlega fyrir mig:)
Á mánudaginn fór við til Flensburgar, merkilegt að þegar við vorum rétt komnar yfir landamærin til Þýskalands þá voru kynlífsbúðir hægri vinstri. Mjög spes verð ég að segja. Við kíktum í búðir í Flensburg og ég fann buxurnar sem mig langaði í plús aðeins fleiri föt.
Á þriðjudaginn lét Herdís mig svo púla því að við hjóluðum að mér fannst um alla Sonderborg. En það var mjög gaman, þurfti bara í aðra sturtu áður en ég lagði af stað heim.
Svo í gær skellti ég mér á landsleikinn, ég er að verða svo mikil fótboltapía. Gaman að fara en hann hefði alveg mátt enda á annan hátt.
En núna er þetta orðið meira en gott. Er að hlaða inn myndum frá ferðinni.
Herdís og Gunnar, takk kærlega fyrir mig.