Frí...
Víí ég er komin í sumarfrí í allt sumar í skúringunum. Vá hvað ég er glöð í gær þegar ég skildi lyklana eftir. Fínt að geta byrjað í vinnunni klukkan átta og verið búin klukkan fjögur, allavega þá daga í sumar þegar það verður heitt sem á eftir að verða mjög oft, er það ekki?
Svo er bara löng helgi framundan, hefði átt að kaupa mér far til útlanda og fara í svona helgarferð, en það klikkaði eitthvað þar sem ég fattaði þetta bara áðan. En kannski næst þegar það verður löng helgi. Annars ætluðum við systur og frænka norður á Húsavík um helgina að heimsækja hana ömmu, en það verður sennilega ekkert úr því þar sem amma er víst að fara út í Ey. En það verður víst líka bara að bíða betri tíma.
Annars ætlaði ég að setja þetta á síðuna mín þar sem ég er búin að fá þetta sent frá nokkrum í dag. Frekar sniðugt.
Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur ?
Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.
Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.
Fínar dömur : Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann
Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.
Fínar dömur : Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu
þessu bara .
Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip. .
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!
Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?
Ég komst sem sagt að því að ég er sko alvöru kona. Allavega á nokkuð af þessu svolítið við mig ;)
Adíós
2 Comments:
okokok....ég er sem sagt meira fín dama heldur en alvöru kona.....mér sem fannst hitt meira spennó :( Ég vissi sem sagt þetta með kartöfluna í pottinn og með sítrónuna....ég var nú heillengi að pæla í hvaða Vöffluform þetta væri, lúðinn ég. Ég hugsaði bara um vöffluJÁRN og fannst heldur langsótt að vöfflur væru bakaðar í formum..múúhahahahahah. Ég vissi þetta líka með sultukrukkuna (það er reyndar líka hægt að stinga hníf undir lokið og hleypa smá lofti inn undir það og þá er auðveldara að opna krukkuna). Svo var ég alveg með þetta á tæru með eggjahvítuna og rauðvínið líka. Ég get líka frætt þig um að ef það er vond lykt í ísskáp er gott að skilja niðursneiddar sítrónur eftir þar inni og ef það er vond lykt í herbergi er hægt að setja skál með ediki og vatni. Það er líka hægt að taka táfýlu úr skó með því að setja matarsóda ofan í skóna (ekki vandamál sem ég þurft að glíma við..sjúkkitt) og svo er hægt að pússa veggi með matarsóda til að ná þeim hvítum....bara ef ske kynni að þú nenntir ekki að mála :)
Ég er sem sagt fín dama....ég sem vildi vera flippaða stelpan. En ó nei...prumpuhúmorinn er samt ekki alveg svona fínnadömustíll svo það gerir mig kannski bara smá ekki eins fína. OK :)
Múahahaha, takk fyrir þetta Hulda mín, hver veit nema að ég eigi eftir að nota þessi ráð þín í framtíðinn og þá verð ég kannski fín dama. Hefði kannski haldið að ég myndi vera fína daman þar sem mér er nú líkt við Lady í teiknimyndaleiknum en það náði því ekki, alvöru konu líkingin átti í flestum tilfellum við mig :)
Og já prumphúmorinn (Hildur Ýr ég sagði þetta ekki upphátt ;) ) kemur þér sko alveg smá inná alvöru konu stigið :)
Skrifa ummæli
<< Home