06.06.06.
Varð bara að skrifa dagsetninguna, frekar flott.
Fór í bíó á föstudaginn á myndina American Dreamz, ég mæli sko ekki með henni. Vá hvað hún var vond. Það gerðist ákkúrat ekkert í þessari mynd. Þegar myndin var búin litum við stelpurnar á hvor aðra og sögðum er hún búin?? Trúðum því ekki að mynd væri búin þar sem það var nákvæmlega ekkert búið að gerast. Man ekki hvenær ég fór á svona mynd þar sem það gerðist ákkúrat ekkert í henni.
Svo var ein í vinnunni sem spurði hvort að þetta væri svona mynd þar sem allt það fyndna væri sýnt í trailernum, en viti menn meira að segja atriði sem var sýnt þar kom ekki fyrir í myndinni!!!!
Annars var þessi helgi voðalega mikil leti helgi, vildi að ég hefði gert eitthvað meira en veðrið bauð svo sem ekki uppá mikið.
Jæja, vildi bara vara ykkur við þessari vondu mynd.
2 Comments:
hey Flott dagssetning... enda á Ragnheiður Rósa afmæli á þessum degi
Já Rass þú átt víst afmæli í dag. Til hamingju með afmælið :)
Skrifa ummæli
<< Home