Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, júní 21, 2006

Vííí loksins

Já loksins lét sólin sjá sig hérna á Íslandinu góða. Maður er nú búin að bíða eftir henni svolítið lengi. Hlakka til þess að fara heim og vera aðeins úti, kannski að maður fari út að ganga, aldrei að vita. Það er samt ekkert brjálað hlýtt en maður er mjög ánægður með það að sólin sé komin.

En ég fór til augnlæknis í dag því að ég hélt að ég væri aftur komin með skemmtilegu sýkinguna í augað sem ég var með fyrir um ári síðan. En svo var ekki en ég fékk svo sem ekkert ánægjulegar fréttir, jamm sjónin heldur áfram að versna, þannig að maður getur gleymt því ennþá að láta sig dreyma um það að fara í augnaðgerð. Frekar fúlt allt saman. En það er kannski kominn tími til þess að ég fari að fjárfesta í gleraugum, keypti ekki ný í fyrra þó að ég hefði þurft þess en ég þarf virkilega á því að halda núna.

Jæja,
B-lind kveður að sinni.

2 Comments:

At 8:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mig langar einmitt svo að fara í laseraðgerð en ég hef ekki farið til augnlæknis í 4 ár. Kannski kominn tími til að drífa sig. Krossa fingur yfir því að sjónin hafi ekkert versnað. Annars þarf maður að bíða í önnur 2 ár.

 
At 9:17 e.h., Blogger Berglind said...

Já ég myndi drífa mig til augnlæknis. Já ég skal krossa fingur fyrir þig. Frekar fúlt að sjónin skuli stöðugt vera að versna.

 

Skrifa ummæli

<< Home