Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, júní 27, 2006

Brjálaðar Kríur og útskriftarveislur

Stutta fríið mitt var mjög ljúft. Byrjaði að vísu ekkert vel, þar sem ég fór á Laugarveginn og vissi ekki að búðirnar þar myndu ekki opna fyrr en klukkan 11 og þurfti því að bíða eftir því að búðin sem ég ætlaði að fara í myndi opna. Þegar ég var loksins búin að bíða þá voru skórnir sem ég ætlaði að kaupa náttúrulega ekki til í minni stærð, frekar fúlt en alveg týpískt fyrir mig!!

Eftir bæjarferðina fór ég í Sogið í golf. Mikið svakalega er ég léleg og mér hefur ekkert farið fram síðan í fyrra, að vísu er þetta fyrsta skiptið sem ég fer í golf síðan í fyrra en.......
Það var eitt ógeðslega fyndið atvik sem átti sér stað þegar við vorum hálfnaðar, þá næ ég að slá kúlunni minni út í einn poll sem er þarna og fann hana ekki aftur þegar ég fór að leita. En á meðan við vorum að leita að kúlunni þá fer þessi brjálaða Kría að ráðast á mig og Heiðu Björg. Er alltaf að reyna að gogga í okkur, þá kemur mamma líka og fer að leita og hún fer því að reyna að gogga í hana líka. Þá reyndi mamma að hræða Kríuna í burt með því að sveifla golfkylfunni fyrir ofan hausinn á sér, en það dugar ekki því þá varð Krían bara brjálaðri og þá kemur önnur Kría hinni til hjálpar. Vá hvað þetta var fyndið og þetta var sko algjört kódak móment, en því miður var ég ekki með myndavélina með mér. Kannski var þetta líka bara svona You had to be there móment. En svo þurftum við bara að flýja þessa braut. En já þetta var svakalega fyndið. Svo réðust þær á Heiðu Björg þegar við vorum að fara til baka, og auðvitað var ég send í það að ná kúlunni hennar til baka!! Ohh ég er svo mikil hetja ;)

En á laugardaginn útskrifaðist Berglind Bára sem lögfræðingur og Herdís sem félagsráðgjafi. Innilega til hamingju með áfangann stelpur.
Ég fór því að í tvær veislur, fyrst til Berglindar þar sem var boðið uppá dýryndis veitingar og svo fórum við í veislu til Herdísar en þar var grillað ofan í gestina. Gat því miður ekki fengið mér neitt hjá henni þar sem ég át yfir mig í fyrri veislunni. Vorum lengi hjá Herdísi og fórum svo niður í bæ. Var búin að gleyma því að þegar það er búist við því að svona margir séu að fara í bæinn að það sé eiginlega bara best að fara heim eftir partíið, því svo virðist sem maður sé bara að bíða í röð allt kvöldið þegar það er svona mikið af fólki í bænum.

Jæja, læt þetta duga í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home