Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, júní 22, 2006

Fyrsti sumarfrísdagurinn

Já ég ákvað að taka mér frí í vinnunni á morgun, alveg komin tími á það að taka sér frí. Ætla reyndar bara að vera á morgun, er ekki ennþá búin að ákveða mig hvenær ég eigi að fara í almennilegt frí. En það spáði góðu veðri á morgun og þá ákvað ég að taka mér frí, skella mér kannski bara austur í Sogið í golf. Alveg kominn tími á smá golf. Minnir að ég hafi nú verið búin að fara nokkrum sinnum um þetta leiti í golf í fyrr en svona er þetta bara, maður getur engan veginn treyst því að það verði gott veður á þessu landi.

Núna erum við mamma ekki lengur einar í kotinu, Hrund og Maggi komu heim í dag, pabbi kemur í kvöld og svo styttist í það að L.A. farinn komi heim. Leggur víst af stað snemma í fyrramálið en lendir ekki hérna heima fyrr en á laugardags morguninn. Úff ég veit ekki hvort að ég myndi meika svona langt ferðalag. Finnst ekkert sérlega skemmtilegt í flugvélum.

Adios

1 Comments:

At 10:01 f.h., Blogger Berglind said...

Hæ, en hvað það er gott að heyra að þú sért ennþá að fylgjast með hlunkinum þínum. Fer bráðum í það að skrifa eitthvað.

 

Skrifa ummæli

<< Home