Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Ég er ekki búin að vera dugleg að blogga því að tölvan mín er eitthvað lasin og er í viðgerð og netið liggur niðri í vinnunni. Og ekki þykir mér sérstaklega gaman að fara í þessa tölvu því að hún er nú frekar hægvirk.

Ég fór í afmælisgrímufatapartý á föstudaginn hjá henni Guðnýju og það var bara nokkuð gaman. Þar sem ég er frekar hugmyndasnauð og kannski ekki mikið fyrir það að klæða mig í furðuföt þá kom ég bara sem engill. En mér fannst alveg frábært hvað það voru margir sem voru rosalega flottir og höfðu lagt greinilega mikið á sig til þess að lúkka vel.

En á Laugardaginn fórum við til Berglindar og Atla og hittum Örnu því að hún var að koma heim frá Danmörku er búin að vera þar í um 3 ár. Planið var að fara ekki í bæinn og vera bara róleg, það breyttist reyndar aðeins, en ég var samt róleg, ég fór bara í bæinn og var þar alltof lengi. Kom ekki heim fyrr en rétt yfir 6 og ég að vinna á sunnudaginn. En það var mjög gaman þrátt fyrir að við fórum ekki á mína venjulegu staði :)

Já annars er ekkert að frétta nema að ég er byrjuð í skólanum og er ennþá að vinna en verð samt í fríi um helgina, sem betur fer því að ég verð að gera eitt verkefni.

Já og svo óska ég Helgu og Sigga til hamingju með litla prinsinn sem kom í heiminn í gær :)

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Komin frá Köben og byrjuð í skólanum

Já ég fór sem sagt út á miðvikudaginn. Komum til Köben frekar seint og tékkuðum okkur bara inná hótel og fórum að sofa. Svo var alltaf vaknað eldsnemma ( klukkan 6 að íslenskum tíma ) og farið í morgun mat. Hótelið var á hinum fínasta stað, rétt hjá ráðhústorginu og tívolíinu. Svo var farið á Strikið og byrjaða að skoða og versla, en ég verslaði minnst fyrsta daginn, ég var bara ekki alveg komin í gírinn. Seinna um kvöldið fórum við í tívolíið, við ákváðum að skoða bara svæðið í þetta skipti en fórum samt í eitt tæki (rússíbana). Við ákváðum svo að fá okkur að borða því að hungrið fór að segja til sín, og viti menn við pönntuðum okkur þessa dýru samloku sem við héldum að væri heit en var það ekki. Og þetta var held ég bara versta samloka sem ég hef á ævinni smakkað (ég kúgaðist og kúgaðist). Og eftir þessa samloku er hægt að segja að það er stundum fínt að vera matvandur því að ég var byrjaði að tína af það sem ég gat borðað og haldið þið ekki að ég hafi ekki bara séð glerbrot í samlokunni minni. Ekki sniðugt. Eftir tívolíið fórum við í einhverja bangsabúð þar sem hægt er að búa til sinn eigin bangsa. Hrund bjó til einn alveg rosalega sætan. Þetta var ekkert smá sniðug búð ég var svo spennt þarna inni að mér leið eins og ég væri fimm ára. Maður velur sér sko bangsa og færa að velja hljóð sem á að fylgja honum og svo hjálpar maður við að setja fillt inní hann. Svo á endanum velur maður sér hjarta og óskar sér einhvers og stingur því inn í bangsann. Eftir það býr maður til fæðingarvottotð fyrir bangsann.

Föstudagurinn: Byrjaði eins, vakna, borða og svo á Strikið. Við fór svo í svona siglinugu eins og sannir túristar í Nyhavn. Það var fínt að fara í svoleiðis ferð nema hvað það var búið að vera mjög gott veður en akkúrta þegar við fórum í siglinguna þá kom þetta rigningarský (plús það komu þrumur og eldingar) og fylgdi okkur alla ferðina og fór svo þegar við komum aftur í höfn :) Kvöldið var bara tekið rólega.

Laugardagurinn: Seim óld, seim óld; vakna, borða og á Strikið. Sátum svo á ráðhústorginu í smá tíma og vorum að njóta góða veðursins. Um kvöldið var svo farið í tívolíið aftur og þá var keypt sér miða í öll tækin. Ég fór meira að segja í falltruninn og draugahús :)

Sunnudagurinn: Tókum dótið okkar til og fengum að geyma það í einhverju herbergi því að við þurftum að vera farin úr herberginu klukkan 12 og við áttum ekki flug fyrr en seint um kvöldið. Fórum í Field's því að allt annað var lokað. Ekkert smá stórt og flott moll. Þar var keypt aðeins meira og þegar mamma sá að við vorum ekkert að hætta að kaupa þá stakk hún upp á því að fara bara aftur í bæinn því að hún hafði svo miklar áhyggjur af yfirvigt. Þannig að við fórum bara til Köben aftur og fengum okkur að borða á Mc Donalds. Og þegar við vorum búnar að vera þar í nokkurn tíma fórum við út og ætluðum í svona túristaferð um borgina. En það var svo dýt og Hrund fann ekki veskið sitt að við hættum við . Já Hrund var rænd úti í Danmörku og inni á Mc Donalds, hún fékk veskið sitt aftur en allur peningurinn hennar var horfinn. Því var þetta lélegur endir á annars góðri ferð. Við fórum svo bara snemma upp á flugvöll.

Svo er maður bara byrjaður í skólanum en ég ætla að vinna út þessa og næstu viku og reyna að vinna allar helgar í september.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Loksins, loksins unnu íslendingarnir. Ég var samt orðin frekar efins í fyrri hálfleik. En þeir náðu þessu á endasprettinum. Og það er ennþá hægt að kalla þá strákana okkar. En mér finnst alveg vera kominn tími á nokkra leikmenni í okkar liðið, en kannski er ég bara ein um það, veit ekki!!!

Og loksins fór ég á línó í gær. Það var bara harka í gær, fór út að labba í rúmlegan klukkutíma og svo fór ég á línó í um klukkutíma. Maður tímir bara ekki að fara í ræktina þegar það er svona gott veður úti. ( góð afsökun :) )

En svo er ég bara að fara til Danmerkur eftir nokkra tíma. Gaman að því :)

Ætla bara að kveðja í bili. Bæ bæ :*

laugardagur, ágúst 14, 2004

Jæja það styttist óðum í það að ég fari til DK, bara nokkrir dagar. Ég er orðin frekar spennt enda eru liðin næstum 3 ár síðan að ég fór seinast til útlanda.

Jamm ég skellti mér í Nauthólmsvíkina á fimmtudagsmorgun með Sigurveig og Heiðu Björg, það var ekkert smá gaman og gott að vera þar en það versta var að ég þurfti í vinnu klukkan 12 en við náðum nú samt að vera þar í c.a. 2 tíma. Og ég sé eftir því að hafa ekki fattað það fyrr í vikunni að mæta bara á morgnanna í Nauthólmsvíkina og liggja í sólbaði. En það var fínt að vera þar nema við gleymdum að taka með okkur handklæði eða eitthvað til þess að liggja á. Og já það eru nú frekar mikið af maurum og dordinglum þarna á ströndinni. Jakk!!!!

Ég ætlaði að fara á föstudeginum en þá þurfti ég að mæta í vinnu snemma og undirbúa nýja sýningu. Og móttökurnar sem við fengum, sko ég og Svava, voru ekki góðar. Það var einhver kona sem átti að hjálpa sem var alveg rosalega dónaleg við okkur og ég var pirruð út í hana langt fram eftir kvöldi. Skil ekki svona fullorðið fólk sem gerir í því að vera með leiðindi.
Við gátum ekki farið heim fyrr en um hálf 12 (sem sagt var að vinna 15 tíma)og þá var orðið svolítið dimmt og ég get sko sagt ykkur það að Nesjavallarleiðin er ekki eins heillandi á kvöldin. Frekar spúkí að keyra ein á einhverjum malarvegi. En þegar ég kom heim og var viðbjóðslega þreytt í fótunum þá var mamma búin að láta renna í bað fyrir mig og setti meira að segja bubblur í baðið. Það var yndislegt, gott að eiga góða mömmu :)

Svo var opnun í dag á sýningunni "Svona gerum við" og bara margt um manninn og kampavín og kökur í boði. Mjög gaman.

Svo verður kvöldið í kvöld sennilega bara tekið rólega eins og fyrra kvöldið.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Góðan daginn gott fólk, það er blessuð blíðan í dag.

Jamm þar sem ég er alltaf í frí á morgnanna og mig dettur ekkert í hug að gera, og vill maðurgera eitthvað á svona góðum degi sem þessum. En litla frænka er að koma til mín og við ætlum að fara í göngutúr. Það er að segja ef hún kemur einhver tíma til mín, hún gat ekki komið alveg strax því að hún ætlaði að hlusta á eitt lag sem var í sjónvarpinu, það var víst svo fyndið þetta lag. Sem sagt Tínu Törner lag, You are the best!!! Samt hefði ég verið til í að fara í Nauthólmsvíkin með hana en það er aðeins of seint núna. Kannski bara seinna ef það verður aftur svona gott veður.

Já svo var ég að tala við Rósu á msn og hún sagði að lagið; let's get retarded here, minnti hana svo á mig. Veit ekki alveg hvort að ég eigi að vera eitthvað ánægð með það. Skil ekki hvað hún er að meina með þessu. Usss.

En hvað er ég að hanga inni í tölvunni þegar ég get verið úti í sólbaði, en ég er farin að reka á eftir litlu frænku.
Bless.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Æðislega er veðrið búið að vera gott í dag :)

Ég ætlaði að vakna snemma eða klukkan 7.30 og fara í ræktina en nei það er svo gott að sofa. Ég var samt ekki að tíma því að sofa því að systir mín lét mig vita það að það væri geðveikt veður úti. En ég fór á fætur klukkan 8.30 og ég og Hildur fórum út að labba því að við tímdum ekki að hanga inni í líkamsræktarstöð í þessum hita. Nei takk!!!!
Já við löbbuðum í c.a. klukkutíma og ég mætti bara á stuttbuxum og ermalausum bol. Jamm ég lét sjá mig á almannafæri í stuttbuxum.

Svo fór ég í vinnuna og þetta var held ég bara lengsta bílferð sem ég hef farið, því að það var svo geðveikt heitt í bílnum og ég með loftræstidótið í hæðsta. Svo kom ég í vinnuna og ætlaði sko að sitja út á svölum og verða brún en þá var bara endalaust af fólki að koma, það var verið að koma með dót fyrir nýju sýninguna og svoleiðis vesen þannig að ég gat ekkert verið úti á svölum af viti. En hitinn þar sem ég er að vinna var með þeim hæðsta á landinu í dag. Því að ég er að vinna rétt hjá Þingvöllum og er að vinna í Árnessýrslu og þar var 28 gráður.

En ég ætla að reyna að vera duglegri á morgun að næla mér í brúnku :)

Ooohhhh hvað mig langar að fara á Pink og svo 50 cent á morgun, ég veit ég er með lélegan tónlistarsmekk það þarf ekkert að láta mig vita af því!!!!!!

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Jæja enn ein helgin á enda og það styttist óðum í það að skólinn byrji :( en þá styttist reyndar líka í það að ég fari til DK :)

Það var ekkert gert um helgina, var að vinna alla helgina og á laugardaginn var ég meira að segja að vinna frá 10-18, ekkert smá dugleg. Jú ég fór reyndar í bíó á Grettir í gærkvöldi. Hún var bara voða fín sú mynd, svo var bara farið snemma að sofa.

Í dag fór ég svo í vinnuna og tók golfsettið hennar mömmu með því að ég ætlaði í golf eftir vinnu, en nei auðvitað ekki það var byrjað að rigna þegar ég var búin í vinnunni og ekki ætlaði ég að fara að spila golf í rigningu, nei takk. Svo inni í salnum í vinnunni var enginn smá hiti, loftræstikerfið er víst alltaf að bila og við vorum bara að kafna úr hita. Þegar gestirnir voru að ganga út þá voru þeir að sveifla bæklingum framan í sig til þess að kæla sig niður.

En já ég var að frétta það að Baddý gekk í það heilaga með honum Rabba sínum á laugardaginn og óska ég þeim til lukku með það.

Svo setti ég inn tvo nýja linka hérna hjá mér, en ég átti alltaf eftir að setja Hönnu vinkonu sem býr í noregi og Svövu sem er að vinna með mér inn. Endilega kíkið á síðurnar þeirra.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Jæja þá er mesta ferðahelgin búin og ég fór ekki neitt.
Finnst það reyndar frekar skrýtið því að þrjú seinustu ár hef ég farið til eyja en núna ákvað ég bara að vera heima og vinna í staðinn. Reyna að safna mér smá pening svo að ég geti eytt einhverju í útlandinu.

Föstudagur: Það var ekkert gert nema legið upp í rúmmi og horft á imbann sem bæ the vei var ekkert í.

Laugardagur: Mætti eldhress í vinnuna, þó nokkuð að gera. Og eftir vinnu var farið á veitingastaðinn Hafið bláa rétt hjá Eyrabakka. Veitingarstaðurinn er á ekkert smá flottum stað, alveg við ströndina, rosalega rómó. Nema ég fór bara með fjölskyldunni minni. Þá skulum við bara segja að þetta hafi verið huggulegur staður. Eftir matinn var ferðinni heitið í Fjölskyldugarðinn á tónleika með Stuðmönnum. Þeir eru bara frekar góðir ég var búin að gleyma að þeir ættu svona mörg góð lög. En ég verð samt að viðurkenna það að ég varð ekkert vör við þessa 17. þúsund manneskjur sem áttu að hafa heimsótt garðinn!!!! Eftir þetta fór ég bara heim að sofa og safna kröftum fyrir djammið á sunnudaginn. En á leiðinni heim þá skar elskulega litla frænka mín mig óvart í framan, og ég fékk þetta fallega sár á andlitið.

Sunnudagur: Lagt aftur af stað í vinnuna og það var sko mikið að gera og það var mjög skemmtilegt, dagurinn flaug áfram. Svo um kvöldið var farið í djammgallann, við vorum hérna heima, ég, Herdís, Svava, Hildur, Ragnheiður og Arna. Stefnan var svo tekin á Hressó (ótrúlegt en satt var ekki farið strax á Hverfis) Það voru nú ekkert sérlega margir þegar við mættum í bæinn en það rætist nú aðeins úr því. Við dönsuðum frekar mikið á Hressó enda mjög góð tónlist þar inni. Svo ákváðum við að kíkja aðeins á Hverfis en þar sem við þekktum engann þar þá ákváðum við að fara á Vegamót og þar var sama sagant, enginn sem við þekktum, því var bara ákveðið að fá sér að borða og fara heim.

Helgin var sem sagt fín þrátt fyrir að ég hafi bara verið í bænum.

En ég er ekki sátt við þetta veður, hvenær á ég að komast á línuskautana mína sem ég var að kaupa mér og er bara búin að fara einu sinni á þá. Ekki nóg gott.