Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, ágúst 14, 2004

Jæja það styttist óðum í það að ég fari til DK, bara nokkrir dagar. Ég er orðin frekar spennt enda eru liðin næstum 3 ár síðan að ég fór seinast til útlanda.

Jamm ég skellti mér í Nauthólmsvíkina á fimmtudagsmorgun með Sigurveig og Heiðu Björg, það var ekkert smá gaman og gott að vera þar en það versta var að ég þurfti í vinnu klukkan 12 en við náðum nú samt að vera þar í c.a. 2 tíma. Og ég sé eftir því að hafa ekki fattað það fyrr í vikunni að mæta bara á morgnanna í Nauthólmsvíkina og liggja í sólbaði. En það var fínt að vera þar nema við gleymdum að taka með okkur handklæði eða eitthvað til þess að liggja á. Og já það eru nú frekar mikið af maurum og dordinglum þarna á ströndinni. Jakk!!!!

Ég ætlaði að fara á föstudeginum en þá þurfti ég að mæta í vinnu snemma og undirbúa nýja sýningu. Og móttökurnar sem við fengum, sko ég og Svava, voru ekki góðar. Það var einhver kona sem átti að hjálpa sem var alveg rosalega dónaleg við okkur og ég var pirruð út í hana langt fram eftir kvöldi. Skil ekki svona fullorðið fólk sem gerir í því að vera með leiðindi.
Við gátum ekki farið heim fyrr en um hálf 12 (sem sagt var að vinna 15 tíma)og þá var orðið svolítið dimmt og ég get sko sagt ykkur það að Nesjavallarleiðin er ekki eins heillandi á kvöldin. Frekar spúkí að keyra ein á einhverjum malarvegi. En þegar ég kom heim og var viðbjóðslega þreytt í fótunum þá var mamma búin að láta renna í bað fyrir mig og setti meira að segja bubblur í baðið. Það var yndislegt, gott að eiga góða mömmu :)

Svo var opnun í dag á sýningunni "Svona gerum við" og bara margt um manninn og kampavín og kökur í boði. Mjög gaman.

Svo verður kvöldið í kvöld sennilega bara tekið rólega eins og fyrra kvöldið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home