Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Æðislega er veðrið búið að vera gott í dag :)

Ég ætlaði að vakna snemma eða klukkan 7.30 og fara í ræktina en nei það er svo gott að sofa. Ég var samt ekki að tíma því að sofa því að systir mín lét mig vita það að það væri geðveikt veður úti. En ég fór á fætur klukkan 8.30 og ég og Hildur fórum út að labba því að við tímdum ekki að hanga inni í líkamsræktarstöð í þessum hita. Nei takk!!!!
Já við löbbuðum í c.a. klukkutíma og ég mætti bara á stuttbuxum og ermalausum bol. Jamm ég lét sjá mig á almannafæri í stuttbuxum.

Svo fór ég í vinnuna og þetta var held ég bara lengsta bílferð sem ég hef farið, því að það var svo geðveikt heitt í bílnum og ég með loftræstidótið í hæðsta. Svo kom ég í vinnuna og ætlaði sko að sitja út á svölum og verða brún en þá var bara endalaust af fólki að koma, það var verið að koma með dót fyrir nýju sýninguna og svoleiðis vesen þannig að ég gat ekkert verið úti á svölum af viti. En hitinn þar sem ég er að vinna var með þeim hæðsta á landinu í dag. Því að ég er að vinna rétt hjá Þingvöllum og er að vinna í Árnessýrslu og þar var 28 gráður.

En ég ætla að reyna að vera duglegri á morgun að næla mér í brúnku :)

Ooohhhh hvað mig langar að fara á Pink og svo 50 cent á morgun, ég veit ég er með lélegan tónlistarsmekk það þarf ekkert að láta mig vita af því!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home