Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Komin frá Köben og byrjuð í skólanum

Já ég fór sem sagt út á miðvikudaginn. Komum til Köben frekar seint og tékkuðum okkur bara inná hótel og fórum að sofa. Svo var alltaf vaknað eldsnemma ( klukkan 6 að íslenskum tíma ) og farið í morgun mat. Hótelið var á hinum fínasta stað, rétt hjá ráðhústorginu og tívolíinu. Svo var farið á Strikið og byrjaða að skoða og versla, en ég verslaði minnst fyrsta daginn, ég var bara ekki alveg komin í gírinn. Seinna um kvöldið fórum við í tívolíið, við ákváðum að skoða bara svæðið í þetta skipti en fórum samt í eitt tæki (rússíbana). Við ákváðum svo að fá okkur að borða því að hungrið fór að segja til sín, og viti menn við pönntuðum okkur þessa dýru samloku sem við héldum að væri heit en var það ekki. Og þetta var held ég bara versta samloka sem ég hef á ævinni smakkað (ég kúgaðist og kúgaðist). Og eftir þessa samloku er hægt að segja að það er stundum fínt að vera matvandur því að ég var byrjaði að tína af það sem ég gat borðað og haldið þið ekki að ég hafi ekki bara séð glerbrot í samlokunni minni. Ekki sniðugt. Eftir tívolíið fórum við í einhverja bangsabúð þar sem hægt er að búa til sinn eigin bangsa. Hrund bjó til einn alveg rosalega sætan. Þetta var ekkert smá sniðug búð ég var svo spennt þarna inni að mér leið eins og ég væri fimm ára. Maður velur sér sko bangsa og færa að velja hljóð sem á að fylgja honum og svo hjálpar maður við að setja fillt inní hann. Svo á endanum velur maður sér hjarta og óskar sér einhvers og stingur því inn í bangsann. Eftir það býr maður til fæðingarvottotð fyrir bangsann.

Föstudagurinn: Byrjaði eins, vakna, borða og svo á Strikið. Við fór svo í svona siglinugu eins og sannir túristar í Nyhavn. Það var fínt að fara í svoleiðis ferð nema hvað það var búið að vera mjög gott veður en akkúrta þegar við fórum í siglinguna þá kom þetta rigningarský (plús það komu þrumur og eldingar) og fylgdi okkur alla ferðina og fór svo þegar við komum aftur í höfn :) Kvöldið var bara tekið rólega.

Laugardagurinn: Seim óld, seim óld; vakna, borða og á Strikið. Sátum svo á ráðhústorginu í smá tíma og vorum að njóta góða veðursins. Um kvöldið var svo farið í tívolíið aftur og þá var keypt sér miða í öll tækin. Ég fór meira að segja í falltruninn og draugahús :)

Sunnudagurinn: Tókum dótið okkar til og fengum að geyma það í einhverju herbergi því að við þurftum að vera farin úr herberginu klukkan 12 og við áttum ekki flug fyrr en seint um kvöldið. Fórum í Field's því að allt annað var lokað. Ekkert smá stórt og flott moll. Þar var keypt aðeins meira og þegar mamma sá að við vorum ekkert að hætta að kaupa þá stakk hún upp á því að fara bara aftur í bæinn því að hún hafði svo miklar áhyggjur af yfirvigt. Þannig að við fórum bara til Köben aftur og fengum okkur að borða á Mc Donalds. Og þegar við vorum búnar að vera þar í nokkurn tíma fórum við út og ætluðum í svona túristaferð um borgina. En það var svo dýt og Hrund fann ekki veskið sitt að við hættum við . Já Hrund var rænd úti í Danmörku og inni á Mc Donalds, hún fékk veskið sitt aftur en allur peningurinn hennar var horfinn. Því var þetta lélegur endir á annars góðri ferð. Við fórum svo bara snemma upp á flugvöll.

Svo er maður bara byrjaður í skólanum en ég ætla að vinna út þessa og næstu viku og reyna að vinna allar helgar í september.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home