Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Jæja þá er mesta ferðahelgin búin og ég fór ekki neitt.
Finnst það reyndar frekar skrýtið því að þrjú seinustu ár hef ég farið til eyja en núna ákvað ég bara að vera heima og vinna í staðinn. Reyna að safna mér smá pening svo að ég geti eytt einhverju í útlandinu.

Föstudagur: Það var ekkert gert nema legið upp í rúmmi og horft á imbann sem bæ the vei var ekkert í.

Laugardagur: Mætti eldhress í vinnuna, þó nokkuð að gera. Og eftir vinnu var farið á veitingastaðinn Hafið bláa rétt hjá Eyrabakka. Veitingarstaðurinn er á ekkert smá flottum stað, alveg við ströndina, rosalega rómó. Nema ég fór bara með fjölskyldunni minni. Þá skulum við bara segja að þetta hafi verið huggulegur staður. Eftir matinn var ferðinni heitið í Fjölskyldugarðinn á tónleika með Stuðmönnum. Þeir eru bara frekar góðir ég var búin að gleyma að þeir ættu svona mörg góð lög. En ég verð samt að viðurkenna það að ég varð ekkert vör við þessa 17. þúsund manneskjur sem áttu að hafa heimsótt garðinn!!!! Eftir þetta fór ég bara heim að sofa og safna kröftum fyrir djammið á sunnudaginn. En á leiðinni heim þá skar elskulega litla frænka mín mig óvart í framan, og ég fékk þetta fallega sár á andlitið.

Sunnudagur: Lagt aftur af stað í vinnuna og það var sko mikið að gera og það var mjög skemmtilegt, dagurinn flaug áfram. Svo um kvöldið var farið í djammgallann, við vorum hérna heima, ég, Herdís, Svava, Hildur, Ragnheiður og Arna. Stefnan var svo tekin á Hressó (ótrúlegt en satt var ekki farið strax á Hverfis) Það voru nú ekkert sérlega margir þegar við mættum í bæinn en það rætist nú aðeins úr því. Við dönsuðum frekar mikið á Hressó enda mjög góð tónlist þar inni. Svo ákváðum við að kíkja aðeins á Hverfis en þar sem við þekktum engann þar þá ákváðum við að fara á Vegamót og þar var sama sagant, enginn sem við þekktum, því var bara ákveðið að fá sér að borða og fara heim.

Helgin var sem sagt fín þrátt fyrir að ég hafi bara verið í bænum.

En ég er ekki sátt við þetta veður, hvenær á ég að komast á línuskautana mína sem ég var að kaupa mér og er bara búin að fara einu sinni á þá. Ekki nóg gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home