Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Ég er ekki búin að vera dugleg að blogga því að tölvan mín er eitthvað lasin og er í viðgerð og netið liggur niðri í vinnunni. Og ekki þykir mér sérstaklega gaman að fara í þessa tölvu því að hún er nú frekar hægvirk.

Ég fór í afmælisgrímufatapartý á föstudaginn hjá henni Guðnýju og það var bara nokkuð gaman. Þar sem ég er frekar hugmyndasnauð og kannski ekki mikið fyrir það að klæða mig í furðuföt þá kom ég bara sem engill. En mér fannst alveg frábært hvað það voru margir sem voru rosalega flottir og höfðu lagt greinilega mikið á sig til þess að lúkka vel.

En á Laugardaginn fórum við til Berglindar og Atla og hittum Örnu því að hún var að koma heim frá Danmörku er búin að vera þar í um 3 ár. Planið var að fara ekki í bæinn og vera bara róleg, það breyttist reyndar aðeins, en ég var samt róleg, ég fór bara í bæinn og var þar alltof lengi. Kom ekki heim fyrr en rétt yfir 6 og ég að vinna á sunnudaginn. En það var mjög gaman þrátt fyrir að við fórum ekki á mína venjulegu staði :)

Já annars er ekkert að frétta nema að ég er byrjuð í skólanum og er ennþá að vinna en verð samt í fríi um helgina, sem betur fer því að ég verð að gera eitt verkefni.

Já og svo óska ég Helgu og Sigga til hamingju með litla prinsinn sem kom í heiminn í gær :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home