Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, maí 31, 2004

Þá er maður komin heim eftir fituferð norður. Ég þyngist alltaf um c.a. 5 kíló þegar ég fer í heimsókn til hennar ömmu. En það er svo gott að borða :o)

Lögðum af stað um hádegi á föstudaginn og vorum komnar á Húsavík um kl. 19.00. Þá beið okkar soðiðbrauð að hætti ömmu. Og á leiðinni gerði ég eitt góðverk (að minnsta kosti að mínu mati) ég hringdi í lögregluna og lét hana vita af því að það væru 7 hross laus á veginum. Rosalega góð, en ég held samt að löggan hafi ekki gert neitt því að við mættum henni aldrei.

Á laugardaginn var ferðinni svo heitið á Akureyri í verslunarferð með ömmu, það var farið í Bónus og Rúmafatalagerinn en svo þurfti ég endilega að kíkja í einhverja fataverslun þar sem ég sá þennan líka flotta jakka, en nei mín passaði ekki í hann. Og því varð ég frekar fúl þar sem mig langaði alveg rosalega í þennan jakka. En það er bara að grenna sig og svo skjótast á Akureyri einhvern daginn.

Á sunnudaginn var farið á Mývatn, bara í svona bíltúr með ömmu og auðvitað stoppað og fengið sér að borða. Svo um kvöldið var farið út að borða á Gamla Bauk (með norðlenskum hreim) og eftir matinn var farið að fletja kerlingar upp á Botnsvatni.

Svo í dag lögðum við af stað í bæinn um 11.00 og vorum komnar klukkan 16.30, rétt sluppum við mestu traffíkina.

Svo er það bara vinna á morgun. Svo ætla ég að vísu að byrja að fara í ræktina aftur. Sjáum svo bara til hvort að ég standi við það.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Sigurveig systir á afmæli í dag. Orðin ekkert smá gömul, 27 ára.
Til hamingju með daginn Sigurveig mín :o)

Ég ætlaði að vera svo dugleg í dag og að fara að láta sjá mig í ræktinni aftur en það klikkaði eitthvað. Kom mér bara ekki í það að fara að hlaupa eitthvað þegar ég vaknaði. Púff það verður sennilega erfitt að byrja aftur. En það þýðir enga leti, ég verð dugleg þegar ég byrja að vinna þar sem ég þarf ekki að leggja af stað í vinnuna fyrr en um hálf 12.

En er að fara á einhverja buxnakynningu sem Hildur er að halda hérna heima núna :o/

miðvikudagur, maí 26, 2004

Þá er maður búin í bili í prófum en ekki skólanum. Á ennþá eftir að gera skýrsluna :( En þetta tekur vonandi einhvern tíma enda.
Fór í maraþonn próf í dag, 2 próf á einum degi var aðeins of mikið fyrir mig. Svo í seinna prófinu hélt ég að ég yrði ekki eldri. Það var svo heitt í stofunni að ég var komin með hita og svitavandamál dauðans.

Svo hélt ég að ég myndi ekki byrja að vinna fyrr en 5. júní en þá fékk ég símtal í dag og var beðin um að byrja að vinna 1.júní sem sagt á þriðjudaginn. En sýningin byrjar/opnar 5. júní og ég hvet alla til að mæta. Fá sér bíltúr í sveitina :) !!!!

Um helgina er stefnan tekin á Húsavík, það eru að verða næstum 2 ár síðan að ég fór þangað.

En ég var næstum búin að gleyma, hún Auður frænka var að útskrifast úr Kvennaskólanum í Reykjavík í gær. Til hamingju með þann áfanga frænka.

mánudagur, maí 17, 2004

Helgin

Helgin var bara hin fínasta.
Kíkti á próflokadjamm á Hákoni Digra í Kópavogi og það var svakalegt fjör og fólk alveg ofurölvi. Svo var leynigestur og var það enginn annar en hann Herbert Guðmundsson, fannst ég bara vera komin á ´85 ball í MS hérna fornum daga þegar Herbert var oft leynigestur.

Skellti mér svo í klippingu á laugardaginn og svo var farið að hafa sig til. Farið til Berglindar og Atla í mat og júróvísjónpartý. Skemmti mér mjög vel þanngað til við fórum í bæinn því þar var svo stappað að það hálfa var nóg. Þannig að við vorum bara að rölta um bæinn í einhvern tíma þar til við ákváðum að fara heim. Fórum að vísu inn á Hressó og líst mér bara nokkuð vel á þann stað því að í sumar er víst planið að hafa lifandi tónlist úti. Já en það var ekki svo auðvelt að fá leigubíl og fengum við loksins bíl eftir örugglega svona hálftímagöngu berfætt.

Sunnudagurinn var svo tekinn í þynnku og ísbíltúr. Um kvöldið fór ég svo að taka á móti júróvísjónförunum, þeim Jónsa og Gílsa og víst að ég var þarna upp á flugvelli þá ákvað ég að kippa henni Hildi systur með þar sem hún var að koma frá Hollandi.

Ég er svo að fara að vinna í því að setja inn myndir frá því á laugardaginn, en núna ætla ég að undirbúa mig fyrir fundinn sem er upp í skóla klukkan 20.00.

föstudagur, maí 14, 2004

Jæja þá er maður búin í prófum í bili. Get ekKi sagt að það hafi gengið vel. Ég þarf að vísu að skila lýsingu á því hvernig lokaverkefnið verður 19. maí.
Það er próflokadjamm í kvöld, hugsa að ég kíki en verð bara bílandi. Mín á að mæta í klippingu á morgun klukkan 10.30, ætla að reyna að gera mig sæta fyrir annað kvöld.
Þá er einmitt júróvísjón partý hjá Berglindi og Atla. Það verður borðað saman og svo djammað vonandi langt fram eftir kvöldi.

OHHHHHHHH já og Haukar íslandsmeistarar, ekki alveg það sem ég vildi. Þó svo að ég vildi ekkert frekar að Valur inni þá held ég mun minna með Haukum heldur en Val.

Var að horfa á brúðkaupið hjá danafólkinu áðan. Og ég fattaði eitt, þeir báðir bræður eru giftir erlendum stúlkum. Þannig að ég finn það á mér að hann Willi muni giftast einhverri erlendri stúlku (víst það er svona móðins núna). Kannski verður hún frá Íslandi!!! Aldrei að vita :) HEHEHEHE

sunnudagur, maí 02, 2004

Ég er engan vegin ánægð núna. :( ÍR-ingarnir töpuðu fyrir VAL. Svo var leikurinn ekki sýndur í sjónvarpinu og það var líka frekar fúlt. Eins og ég var búin að segja þá er miklu meiri spenna í leik ÍR og VALS en nei það var frekar ákveðið að sýna frá leik Hauka og KA. Ekki að skilja það nema það er að það er svo lítið pláss í Valsheimilinu að það getur verið erfitt að koma vídeóvélum fyrir þar.

Ein ósátt