Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, maí 14, 2004

Jæja þá er maður búin í prófum í bili. Get ekKi sagt að það hafi gengið vel. Ég þarf að vísu að skila lýsingu á því hvernig lokaverkefnið verður 19. maí.
Það er próflokadjamm í kvöld, hugsa að ég kíki en verð bara bílandi. Mín á að mæta í klippingu á morgun klukkan 10.30, ætla að reyna að gera mig sæta fyrir annað kvöld.
Þá er einmitt júróvísjón partý hjá Berglindi og Atla. Það verður borðað saman og svo djammað vonandi langt fram eftir kvöldi.

OHHHHHHHH já og Haukar íslandsmeistarar, ekki alveg það sem ég vildi. Þó svo að ég vildi ekkert frekar að Valur inni þá held ég mun minna með Haukum heldur en Val.

Var að horfa á brúðkaupið hjá danafólkinu áðan. Og ég fattaði eitt, þeir báðir bræður eru giftir erlendum stúlkum. Þannig að ég finn það á mér að hann Willi muni giftast einhverri erlendri stúlku (víst það er svona móðins núna). Kannski verður hún frá Íslandi!!! Aldrei að vita :) HEHEHEHE

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home