Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, maí 26, 2004

Þá er maður búin í bili í prófum en ekki skólanum. Á ennþá eftir að gera skýrsluna :( En þetta tekur vonandi einhvern tíma enda.
Fór í maraþonn próf í dag, 2 próf á einum degi var aðeins of mikið fyrir mig. Svo í seinna prófinu hélt ég að ég yrði ekki eldri. Það var svo heitt í stofunni að ég var komin með hita og svitavandamál dauðans.

Svo hélt ég að ég myndi ekki byrja að vinna fyrr en 5. júní en þá fékk ég símtal í dag og var beðin um að byrja að vinna 1.júní sem sagt á þriðjudaginn. En sýningin byrjar/opnar 5. júní og ég hvet alla til að mæta. Fá sér bíltúr í sveitina :) !!!!

Um helgina er stefnan tekin á Húsavík, það eru að verða næstum 2 ár síðan að ég fór þangað.

En ég var næstum búin að gleyma, hún Auður frænka var að útskrifast úr Kvennaskólanum í Reykjavík í gær. Til hamingju með þann áfanga frænka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home