Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, maí 17, 2004

Helgin

Helgin var bara hin fínasta.
Kíkti á próflokadjamm á Hákoni Digra í Kópavogi og það var svakalegt fjör og fólk alveg ofurölvi. Svo var leynigestur og var það enginn annar en hann Herbert Guðmundsson, fannst ég bara vera komin á ´85 ball í MS hérna fornum daga þegar Herbert var oft leynigestur.

Skellti mér svo í klippingu á laugardaginn og svo var farið að hafa sig til. Farið til Berglindar og Atla í mat og júróvísjónpartý. Skemmti mér mjög vel þanngað til við fórum í bæinn því þar var svo stappað að það hálfa var nóg. Þannig að við vorum bara að rölta um bæinn í einhvern tíma þar til við ákváðum að fara heim. Fórum að vísu inn á Hressó og líst mér bara nokkuð vel á þann stað því að í sumar er víst planið að hafa lifandi tónlist úti. Já en það var ekki svo auðvelt að fá leigubíl og fengum við loksins bíl eftir örugglega svona hálftímagöngu berfætt.

Sunnudagurinn var svo tekinn í þynnku og ísbíltúr. Um kvöldið fór ég svo að taka á móti júróvísjónförunum, þeim Jónsa og Gílsa og víst að ég var þarna upp á flugvelli þá ákvað ég að kippa henni Hildi systur með þar sem hún var að koma frá Hollandi.

Ég er svo að fara að vinna í því að setja inn myndir frá því á laugardaginn, en núna ætla ég að undirbúa mig fyrir fundinn sem er upp í skóla klukkan 20.00.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home