Þá er maður komin heim eftir fituferð norður. Ég þyngist alltaf um c.a. 5 kíló þegar ég fer í heimsókn til hennar ömmu. En það er svo gott að borða :o)
Lögðum af stað um hádegi á föstudaginn og vorum komnar á Húsavík um kl. 19.00. Þá beið okkar soðiðbrauð að hætti ömmu. Og á leiðinni gerði ég eitt góðverk (að minnsta kosti að mínu mati) ég hringdi í lögregluna og lét hana vita af því að það væru 7 hross laus á veginum. Rosalega góð, en ég held samt að löggan hafi ekki gert neitt því að við mættum henni aldrei.
Á laugardaginn var ferðinni svo heitið á Akureyri í verslunarferð með ömmu, það var farið í Bónus og Rúmafatalagerinn en svo þurfti ég endilega að kíkja í einhverja fataverslun þar sem ég sá þennan líka flotta jakka, en nei mín passaði ekki í hann. Og því varð ég frekar fúl þar sem mig langaði alveg rosalega í þennan jakka. En það er bara að grenna sig og svo skjótast á Akureyri einhvern daginn.
Á sunnudaginn var farið á Mývatn, bara í svona bíltúr með ömmu og auðvitað stoppað og fengið sér að borða. Svo um kvöldið var farið út að borða á Gamla Bauk (með norðlenskum hreim) og eftir matinn var farið að fletja kerlingar upp á Botnsvatni.
Svo í dag lögðum við af stað í bæinn um 11.00 og vorum komnar klukkan 16.30, rétt sluppum við mestu traffíkina.
Svo er það bara vinna á morgun. Svo ætla ég að vísu að byrja að fara í ræktina aftur. Sjáum svo bara til hvort að ég standi við það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home