Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, júlí 28, 2003

Það var á þessum degi fyrir 22 árum sem að mamma og pabbi urðu einni stelpu ríkari. Já það er rétt það sem að þú ert að hugsa, ég á afmæli í dag. Vei!!!! Bara svona að minna þá á það sem að hafa kannski gleymt því. En ég fæ ekki að hafa þennan dag alveg út af fyrir mig því hún Kristín vinkona á líka afmæli í dag, við erum svona afmælis;) Kristín til hamingju!!!! Flottur dagur :)

Á góðri stundu á Grundó

Vinahópurinn skellti sér á grundó til Helgu eldsnemma á laugardaginn. Komum þangað um hádegið. Kíktum á skemmtunina niðri á bryggju og sumir fóru á kæjak á meðan aðrir fóru að hvetja Helgu í hestakeppninni. Ekki er ég alveg inní þessu hestamáli en þetta var alveg hin ágætis skemmtun. Þaðan var drifið sig að borða alveg dýryndis hamborgara og "drifið" sig í djammgallann. Ég get ekki sagt annað en það að það hafi verið magnað fjör. Fórum í partý þar sem var góð gítarstemmning og kíktum niður á bryggjum og hituðum upp fyrir ballið með því að hlusta á Írafár spila nokkur lög. Sumir þurftu þá að yfirgefa svæðið af sökum ölvunar og misstu af ballinu. En við hin héldum áfram og af bryggjunni var farið í partý og svo á ballið. Mjög gaman hjá okkur fyrir utan támeiðsli og troðning á rist. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var það ekki hún Kristín sem fór snemma heim, neiiiiiiii, hún vildi fara í eftirpartý. En ekkert varð úr því og gegnum við heim, það tók ekki nema klukkutíma sem er mjög furðulegt því að í Grundarfirði er allt í 5 mínútna fjarðlægð!!!!!!!
En svo er maður bara að bíða eftir því að Kristín sé búin að ritskoða myndirnar og setja þær inn á síðuna sína.

Núna er maður bara að fara að æfa að krafti því æfingarnar byrja í dag!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home