Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, júlí 06, 2003

Jæja hvað maður er latur, það er bara bloggað á viku fresti. Ekki nógu gott. En þannig er það þegar að það gerist ekkert hjá manni þá hefur maður ekkert að skrifa um.

Ég er bara í alveg ágætis vinnu, á mánudaginn þá fór ég á skyndihjálparnámskeið, þannig að ef einhver þarf á hjálp að halda og ég er nálægt þá þurfið þið ekki að hafa neinar áhyggjur!!! Hehehe. Svo á fimmtudaginn þá fórum við í fuglaskoðum allan daginn. Mjög gaman!!!! Keyrðum á Þingvöll og svo enduðum við á Eyrabakka. Sá alveg fullt af fuglum í gegnum sjónaukann minn.

Á föstudaginn var svo ákveðið að fara í bíó á Englanna hans Kalla. Þetta er alveg hin fínasta mynd. Fínn húmor en kannski meira fyrir stráka að sjá. Þaðan var ferðinni heitið í bæinn. Get ekki sagt að það hafi verið mikið af fólki sem er reyndar ekkert furðulegt því að allir voru í útileigu. Við byrjuðum ferðina okkar á Hverfisbarnum, þaðan fórum við á Vegamót og enduðum á Sólon. Það var bara nokkuð gaman miðað við það að maður þekkti ekki marga í bænum. Ég var á bíl og endist alveg til klukkan 5. Ojjj eitt ógeðslegt systir mín pantaði sér bjór á Sólon og pantaði vatn fyrir mig í leiðinni og afgreiðsludaman kom með þetta á borðið okkar og Berglind drekkur vatnið sitt. Þegar að hún er búin að drekka svona helmingin af vatninu þá bendir ein vinkonan á glasið og segir hvað er í glasinu þínu. Ojjj ojjj ojjj, það var staup á hvolfi í því og í staupinu var einhver vökvi sem var á litinn eins og fanta lemon. Ég veit ekkert hvað þettta var og mig langar ekki að vita það. Ég er alltaf jafn heppin og ég tók ekki eftir neinu. Berglind blinda!!!!

Fer á Þjóðhátíð

Jæja það er það ákveðið ég fer til Eyja. Var búin að vera: á ég að fara, á ég ekki að fara, á ég að fara, á ég ekki að fara, alltof lengi þannig að ég ákvað bara að fara. Pantaði far með Herjólfi. Það verður vonandi mikið fjör og mikið gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home