Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júlí 18, 2003

Það er búið að vera æðislegt veður í dag og í gær. Á svona dögum er sko ekki leiðinlegt að vinna úti. Vona að það verði svona gott veður á morgun :)
En í dag gerðist eitt mjög óskemmtilegt fyrir í vinnunni. Þannig er það að núna er ég verkstjórinn á svæðinu því að aðalverkstjórinn fór í frí í nokkra daga. Allt í lagi með það þá var ein stelpa í vinnunni fengin til að hjálpa mér með mannskapin. Hún er sem sagt á bílnum sem að ég er vanalega á. Svo í dag lendir hún í þvílíkum árekstri, það var alveg hræðilegt. En sem betur fer er allt í lagi með hana. Bíllinn frekar illa farinn. En það var leiðinlegur og vondur rútukall sem keyrði á hana á fullri ferð. Svo stóð hann bara á öskrinu og kenndi henni um þetta!!!!!! Algjört fífll!!!!!!!

En ég skellti mér á djammið seinasta laugardag. Skemmti mér bara ágætlega til að byrja með en svo fórum við og ætluðum annað og þá var bara brjáluð röð á hinum stöðunum. Ekki gaman það!!! Hvernig væri það að opna fleiri skemmtilega staði þannig að maður getur bara gegnið inn án þess að lenda alltaf í röð. Maður dettur úr öllum fílingi við það að standa lengi í röð.

En hvað er það með að fólk þurfi alltaf að dansa uppá borðum........ Nefninlega á laugardaginn var ég á Hverfisbarnum og þar var stelpa að dansa uppi á borði semer plata sem stendur bara á staur, ( allt í lagi með það ) svo ákveður einhver strákur að dansa með henni á borðinu og hoppar uppá borðið. Og þar sem að strákurinn var þyngri en stelpan fór stelpan á flug svona c.a. 360 gráðu hring og lendir á hausnum og strákurinn dettur á gólfið. Ekki alveg nógu sniðugt. Ég er kannski rosalega hallærisleg en ég reyni alltaf að halda mér bara á dansgólfinu.

Svo er djamm framundan næsta laugardag. Mikið sem að maður getur gert, reunion, afmælisútileiga eða afmælis- innfluttningspartý. Reunionið verður sennilega fyrir valinu þar sem að ég stóð að einhverju leiti fyrir því.

En Auður ( sauður ) frænka á afmæli í dag 19 ára ( það er að segja núna er 17 júlí hjá mér :) klukkan er eitthvað biluð á þessu dóti). Til hamingju Auður með daginn!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home