Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júlí 25, 2003

Ég fékk sent e-mail með þessari pælingu. Það er bara spurning hvort að maður sé nokkuð búin að velja vitlaust í lífinu?



Í FANGELSI fær maður 3 fríar máltíðir á dag.
Í VINNUNNI fær maður pásu fyrir 1 máltíð sem maður þarf að borga sjálfur.

Í FANGELSI fær maður að fara fyrr út fyrir góða hegðun.
Í VINNUNNI fær maður meiri VINNU fyrir góða hegðun.

Í FANGELSI er maður sem opnar og lokar öllum hurðum fyrir mann Í VINNUNNI þarftu að gera það sjálfur

Í FANGELSI má maður horfa á sjónvarpið og verið í tölvunni.
Í VINNUNNI þú verður rekinn.

Í FANGELSI fær maður sitt eigið klósett
Í VINNUNNI þarf maður að deila með öðrum

Í FANGELSI mega vinir og vandamenn koma í heimsókn
Í VINNUNNI ekki sjéns í helvíti.

Í FANGELSI borga skattgreiðendur allt fyrir þig
Í VINNUNNI Þarftu í fyrsta lagi að borga til að koma þér í vinnuna, og svo er tekið 40% af þér í skatt....til þess að borga fyrir fangana!

Fangaklefi er að meðali 2-4 fermetrum stærri en meðal skrifstofa á Íslandi!!


Nú er bara að velja!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home