Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Þá er komið að hinu vikulega uppdeiti. Skellti mér í bíó á föstudaginn með systrum mínum. Fórum á myndina, what a girl wants!!!! Bara hin ágætis skemmtun. Svo eftir bíóið ætlaði ég að kíkja í bæinn en þar sem að ég var alveg eftir mig eftir hita dagsins fór ég bara heim að sofa.

Á laugardaginn byrjaði ég á því að skella mér í sólbað ( maður verður að nýta sólina þegar að hún kemur loksins), svo fórum við systur og litla frænka í tívolíið. Ekki gaman þar, þar sem að ég varð hálf veik, varð víst græn í framan eftir bollatækið ( við hefðum átt að tuða meira um það að strákurinn ætlaði ekki að íta bollanum okkar í hringi, því að þegar að hann byrjaði þá bara hætti hann ekki). Það var sem sagt bara annað tækið sem að ég fór í og komst ég ekki í fleiri tæki af sökum flökurleika. Ég hef bara aldrei verið svona mikill auli í tívolíi áður. En ég get ekki sagt annað en að ég sé stolt af henni litlu frænku sem er bara 5 ára. Hún fór í öll tækin nema eitthvað freak out tæki. Algjör pæja!!!!!
Svo eftir að hafa farið og fengið sér að borða þá þurfti ég að drífa mig að hressast því ferðinni var heitið á djammið. Það var hálfgert reunion. Rosalega gaman, lærði nokkra drykkju leiki. En eitt er víst ég fer ekki í einhvern drykkjuleik sem að hún Svava var að kenna okkur á næstunni.

En á morgun eða eftir nokkra tíma þá er ég að fara með vinnunni minni á vélsleða á Langjökli. Það verður örugglega svaka fjör en ég er ekki ennþá búin að ákveða mig hvort að ég eigi að skella mér á sleða eða ekki. En það kemur allt í ljós á morgun. Svo eru strax pælingar um það hvað gera skal um helgin, fara á Grundó eða vera í bænum?????? Kemur allt í ljós!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home