Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, nóvember 28, 2005

Skandall

Já ég hef tekið eftir smá skandal hér á landi seinustu dag.

Í fyrsta lagi er það Herra Ísland skandallinn, gamlar fréttir en ég er bara ekki að komast yfir þetta. Sorry kall þú varst ekki með í kosningunni. Gaurinn sennilega búinn að æfa eftir stífu prógrami í nokkra mánuði, fara eftir einhverju matarprógrami og ganga um á brókinni fyrir framan þjóðina og svo bara sorry. Það eins sem við getum gert er að biðjast afsökunnar!!!! Hvernig væri nú að bjóð honum einhverjar skaðabætur. Svo það kaldhæðna við þetta þá vann gaurinn sem kom 2 sinnum á skjáinn keppnina. Veit ekki hvort að það sé út af því hann var með 2 númer, en maður spyr sig.

Svo í öðru lagi eru það þessi samræmdu próf í menntaskólanum, var bara að heyra fyrst um þau núna en þau meika ekki sens. Krakkarnir geta komið og fengið prófið, þau mega skila því auðu en geta samt útskrifast því að það eru engin mörk fyrir því hverju þú verður að ná til að útskrifast en aftur á móti ef þau verða veik og mæta ekki í prófið þá munu þau ekki útskrifast því að það eru ekki sjúkrapróf!!! Þetta er sko ekki að meika senns, held að þetta hafi ekki verið alveg útpælt. Svo fyrir utan þetta allt saman þá fær fólk sem er á málabraut, félagsfræði og öllum hinum deildunum sama prófið. Get rétt svo ímyndað mér að fólk sem er á eðlisfræðibraut og búin með fleiri áfanga í stærðfræði komi nokkuð betri út en þær deildir sem eru t.d. í mun færri áföngum en sú braut. Svo maður tali nú ekki um að ef þetta færi í gang þá myndi verða frekar lítið sérhæfing milli skóla.

Já þar er ég búin að fá útrás fyrir hneiksli minni ;)

Og ég ætla bara að benda áhuguasömum á að ég hef ekkert farið í bíó nýlega :) Hef bara notið þess að fara á Þingvöll og í jólaþorpið.

Annars er ég að fara á Kirkjubæjarklaustur á miðvikudaginn eftir vinnu og kem heim daginn eftir, er að fara að skoða Hótel Kirkjubæjarklaustur. Við skulum bara vona að það fara ekkert að snjóa alltof mikið næstu daga.

Seinna....

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Belað :(

Bloggið mitt er eitthvað bilað. Gat ekki sett linkinn inná sem fylgdi partítröllinu. Alveg glatað!!!

Partítröllið???

Tók enn eitt prófið á netinu, ég er sem sagt partítröll en ég verð að viðurkenna það að það var ekki það sem kom í fyrsta skiptið sem ég tók það. Varð náttúrulega að taka það aftur því að mér fannst hitt ekki passa nógu vel :) Þetta passar þó ekkert alltof vel heldur en það er allavega eitthvað sem passar. Ég á t.d. Adidas skó og mér finnst The O.C. skemmtilegur þáttur þannig að það er nú eitthvað :)

En svona er sem sagt lýsingin á partítröllinu.....


Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Jólahreingerning

Já þá er maður að komast í jólafílinginn, var mjög ánægð í vinnunni á föstudaginn þegar ég var að hlusta á Létt þar sem þau eru byrjuð að spila jólatónlist. Mjög sátt við það. Fínn tími enda ekki nema vika í fyrsta í aðventu :)
Og svo er ég búin að vera að þrífa í allan dag. Já reyndar bara herbergið mitt og það er ekkert sérlega stórt en svakalegan tíma tekur það að þrífa það, er ekki ennþá búin. Núna er ég sko að bíða eftir að allt þorni. Setti nebla í vél líka. Það gerist ekki á hverjum degi enda er ekki óalgengt að ég sé spurð að því hvort að ég sé veik þegar ég tek mig til og set í vél. En þar sem þetta er jólahreingerning ( verð samt að þrífa aftur fyrir jól :( ) þá ákvað ég bara að taka allt í gegn núna tók meira að segja utan af sófanum og setti í vél. Jæja nóg af þrifum, núna ætla ég að taka til hérna á link listanum mínum. Kominn tími til. Ætla að bæta henni Herdísi við en margir fara af honum þar sem að all nokkrir eru barasta hættir að blogga.

Jæja best að koma sér að verki.

Berglind í jólahreingerningu ;)

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ég og hitt fræga fólkið ;)

Það er bara búið að vera svaka mikið að gera hjá mér í vikunni sem er að líða.
Byrjaði á því að ég át á mig gat í afmælisboðinu hjá henni Hrund systur. Hún fékk kettling í afmælisgjöf og sem betur fer fær hann ekki að búa hjá okkur, hann verður heima hjá Magga og fjölskyldu. Hann er samt voðalega sætur, ennþá!!! Ákvað að skella mynd af afmælisbarni seinustu viku og litlu kisunni (Rúfus) og auðvitað Heiðu Björg líka.

Á föstudaginn fór ég með nokkrum úr vinnunni að skoða Flughótel í Keflavík, því það er nú betra að vita hvernig hótelin líta út sem við erum að selja. Leyst bara vel á það hótel.
Svo um kvöldið horfði ég á videó og það var tekin mynd sem mig hefur langað að sjá í smá tíma. En það voru sko mikil mistök og ég get ekki sagt annað en að hann Vin Diesel hefur fengið svartan blett á feril sinn með því að leika í henni. Man ekki hvað myndin heitir en hún var um hermann sem fór að passa börn. Alveg afskaplega leiðinleg mynd.

Svo á laugardaginn fór ég á myndina Hostel með hinu fræga fólkinu. Eli Roth sem gerði myndina (skrifaði einnig Cabin Fever),Quentin Tarantino ásamt leikurum úr myndinni vorum bara í sætisröðinni fyrir aftan okkur. Ekki það að ég hefði örugglega ekkert vitað hver hann Q væri hefði ég ekki séð fréttirnar kvöldinu áður. Varð bara aðeins að monta mig, hann er víst nokkuð merkilegur kall fyrir fólk sem er mikið í kvikmyndabransanum. En myndin var svakalega ógeðsleg, samt góð, en ógeðsleg. Mér varð smá flökurt eftir hana. Mæli samt með henni og ef að ég gat horft á þessa mynd þá geta það sko allir. Eftir bíó var svo farið á Rex í eftirpartý, þar var fínt en samt fólkið sem var þarna inni var sko ekki alveg krádið sem ég er mikið að umgangast þannig að við stoppuðum frekar stutt.

Á sunnudaginn var mér svo boðið í kaffi til Grétars því að hann átti afmæli, annars var ég bara að hanga allan daginn. Þarf sko að finna mér eitthvað til dundurs á sunnudögum.

Á mánudaginn fór ég svo í bíó á myndina Elizabethtown og sú mynd olli mér sko miklum vonbrigðum, ég var búin að heyra að hún væri langdregin en ég bjóst ekki alveg við svona langdregni mynd. Líka Orlando Bloom leikur í henni og ég hélt kannski að hann myndi bjarga myndinni ef að hún yrði leiðinleg, því að þá hafði maður nú eitthvað fallegt til að horfa á. Hann var sætur en hann er ekki með nógu góðan málróm, kom mér mjög á óvart En svo fór ég að pæla að í þeim myndum sem hann hefur leikið í þá hefur hann ekki talað mikið. Þess vegna mæli ég með því að hann leiki í myndum þar sem hann þarf ekki að tala mikið, bara vera sætur og brosa:)


Svo var önnur hótelferð farin á þriðjudaginn og þá var Hótel Rangá og Hótel Flúðir skoðað. Mjög gaman að sjá Hótel Flúðir því að ég hafði aldrei séð það.

Svo í gær fór ég í afmæli til Jakobs þar sem hann varð 1 árs í gær. Eftir það var náttúrulega ANTM hittingurinn okkar Berglindar Báru. Maður má sko ekki missa af þætti ;)

Jæja hef þetta ekki lengra í bili er komin með skrifkrampa.

Bless

Berglind upptekna ;)

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Hrund 18 ára!

Hún Hrund litla systir á afmæli í dag, orðin 18 ára gella. Hún er alveg að ná mér í aldri.
Til hamingju með daginn Hrund mín.

Ætlaði sko að finna mynd af þér og setja hérna á síðuna en fann því miður enga, hún verður bara að koma seinna

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Rauða fés

Helgin varð ekki eins róleg og ég var búin að búast við. Þegar Idolið var hringdi Íris og bauð mér með sér og Snjóu í gleðina. Auðvitað mætti mín, ég er var bara bílandi. Skelltum okkur náttúrulega á Oliver og tókum þar nokkra tryllta dansa ;) Fórum bara heim á fínum tíma og ég vaknaði bara hress á laugardags morgni, samt ekki það hress að ég nennti í ræktina eins og ég ætlaði :S

Svo um kvöldið fórum við systur plús Óli hennar SH á myndina In her shoes. Mér fannst hún alveg æði þessi mynd, en svo var ég að horfa á Strákana áðan og Auddi rakkaði hana alveg niður. En sagði svo að þetta væri allavega ekki strákamynd, sem ég er að vísu sammála, efast um að margir strákar fíli þessa mynd.

Annars er ekkert í fréttum nema að ég skellti mér í ljós (veit að ég á ekki að fara) og náði að brenna mig svona skemmtilega í framan, ekki gott skal ég ykkur segja. Og þeir sem þekkja mig vita að ég roðna auðveldlega og núna er eins og ég sé þannig allan daginn, frábært!!! Svo man ég þegar ég var komin úr ljós að hann doksi sagði við mig um daginn að ég ætti ekki að fara í ljós. Alltaf gott að vera vitur eftir á!!! En ég læt þetta mér að kenningu verða.

Kveð að sinni,

Berglind Rauða Fés

föstudagur, nóvember 04, 2005

Hip, Hip Hóra!!!

Skellti mér í bíó seinasta laugardag á myndina Hip, Hip Hóra og kom hún mér svakalega á óvart. Er ekkert alltof spennt að sjá svona myndir sem eru ekki á ensku. Þessi var sem sagt á sænsku og er eftir sama mann og gerði Fucking åmál. Mæli sko með henni, ég hól mikið, varð reið og fékk meira að segja tár í augun (það kemur svo sem ekkert á óvart þar sem ég er svo mikil veimiltíta, get grátið yfir nágrönnum). Eftir bíóið kíkti ég og Auður á Kofa Tómasar frænda og vorum þar að spjalla í einhvern tíma. En jii hvað það er orðið kalt úti, ég fór að hugsa hvort að maður eigi eitthvað eftir að nenna að djamma í þessum kulda, bíða í röð og svoleiðis vesen. Úfff þá er sko eins gott að vera í ullarbrókum ;)

Svo á mánudaginn fór ég á myndina Corps Bride og kom hún mér líka á óvart, gaman að fara á myndir sem maður veit sem minnst um því að þá er maður ekki með neinar væntingar og því verður maður mun sáttari með myndina.

Kíkti svo í heimskón til Kollu, Bjarka og litlu á þriðjudaginn og hún litla er svo mikið yndi. Svo sæt :)

Annars er ég bara búin að vera voðalega löt, búið að vera mikið að gera í vinnunni og þá verður maður frekar þreyttur.

Það er ekkert plan fyrir helgina þannig að ég bíst bara við því að liggja í leti alla helgina. Mér þykir það afskaplega gott plan hjá mér :)

En best að fara að horfa á Idolið og athuga hvernig hún Hulda okkar stendur sig.

Góða helgi.