Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Rauða fés

Helgin varð ekki eins róleg og ég var búin að búast við. Þegar Idolið var hringdi Íris og bauð mér með sér og Snjóu í gleðina. Auðvitað mætti mín, ég er var bara bílandi. Skelltum okkur náttúrulega á Oliver og tókum þar nokkra tryllta dansa ;) Fórum bara heim á fínum tíma og ég vaknaði bara hress á laugardags morgni, samt ekki það hress að ég nennti í ræktina eins og ég ætlaði :S

Svo um kvöldið fórum við systur plús Óli hennar SH á myndina In her shoes. Mér fannst hún alveg æði þessi mynd, en svo var ég að horfa á Strákana áðan og Auddi rakkaði hana alveg niður. En sagði svo að þetta væri allavega ekki strákamynd, sem ég er að vísu sammála, efast um að margir strákar fíli þessa mynd.

Annars er ekkert í fréttum nema að ég skellti mér í ljós (veit að ég á ekki að fara) og náði að brenna mig svona skemmtilega í framan, ekki gott skal ég ykkur segja. Og þeir sem þekkja mig vita að ég roðna auðveldlega og núna er eins og ég sé þannig allan daginn, frábært!!! Svo man ég þegar ég var komin úr ljós að hann doksi sagði við mig um daginn að ég ætti ekki að fara í ljós. Alltaf gott að vera vitur eftir á!!! En ég læt þetta mér að kenningu verða.

Kveð að sinni,

Berglind Rauða Fés

1 Comments:

At 3:43 e.h., Blogger Berglind said...

Hehe já, reyndi að púðra yfir það en það er víst ekki nóg.

 

Skrifa ummæli

<< Home