Skandall
Já ég hef tekið eftir smá skandal hér á landi seinustu dag.
Í fyrsta lagi er það Herra Ísland skandallinn, gamlar fréttir en ég er bara ekki að komast yfir þetta. Sorry kall þú varst ekki með í kosningunni. Gaurinn sennilega búinn að æfa eftir stífu prógrami í nokkra mánuði, fara eftir einhverju matarprógrami og ganga um á brókinni fyrir framan þjóðina og svo bara sorry. Það eins sem við getum gert er að biðjast afsökunnar!!!! Hvernig væri nú að bjóð honum einhverjar skaðabætur. Svo það kaldhæðna við þetta þá vann gaurinn sem kom 2 sinnum á skjáinn keppnina. Veit ekki hvort að það sé út af því hann var með 2 númer, en maður spyr sig.
Svo í öðru lagi eru það þessi samræmdu próf í menntaskólanum, var bara að heyra fyrst um þau núna en þau meika ekki sens. Krakkarnir geta komið og fengið prófið, þau mega skila því auðu en geta samt útskrifast því að það eru engin mörk fyrir því hverju þú verður að ná til að útskrifast en aftur á móti ef þau verða veik og mæta ekki í prófið þá munu þau ekki útskrifast því að það eru ekki sjúkrapróf!!! Þetta er sko ekki að meika senns, held að þetta hafi ekki verið alveg útpælt. Svo fyrir utan þetta allt saman þá fær fólk sem er á málabraut, félagsfræði og öllum hinum deildunum sama prófið. Get rétt svo ímyndað mér að fólk sem er á eðlisfræðibraut og búin með fleiri áfanga í stærðfræði komi nokkuð betri út en þær deildir sem eru t.d. í mun færri áföngum en sú braut. Svo maður tali nú ekki um að ef þetta færi í gang þá myndi verða frekar lítið sérhæfing milli skóla.
Já þar er ég búin að fá útrás fyrir hneiksli minni ;)
Og ég ætla bara að benda áhuguasömum á að ég hef ekkert farið í bíó nýlega :) Hef bara notið þess að fara á Þingvöll og í jólaþorpið.
Annars er ég að fara á Kirkjubæjarklaustur á miðvikudaginn eftir vinnu og kem heim daginn eftir, er að fara að skoða Hótel Kirkjubæjarklaustur. Við skulum bara vona að það fara ekkert að snjóa alltof mikið næstu daga.
Seinna....
5 Comments:
Nú það að hann var búinn að æfa og æfa og svo var bara ekki hægt að kjósa hann!!!!
Greyið strákurinn.
Ææ bara nog ad gera å Islandi! Eg er ennthå ad komast yfir thad ad thad er buid ad bua til Bachelor å Islandi, thad bua bara 300000 manns å thessu landi, hvernig å thad ad ganga! En jæja gaman ad heyra ad thad se stud å minni!
Hlakka til ad sjå thig um jolin!
knus og kossar
Hanna
Hæ, hæ Hanna mín, ég hlakka líka rosalega til þess að hitta þig um jólin, ekki nema hvað, 2 og hálf vika þangað til að þú komir.
Heyrðu já þessi Bachelor er hræðilegur, þú verður bara að kíkja á einn þátt. Þegar maður horfir á þáttinn þá fær maður alveg svona kjánahroll eða vandræðishroll.
Knús til baka :)
Berglind
Af því að þjóðin átti að kjósa og það voru engvir dómarar. Þjóðin gat kosið með því að senda sms á það númer sem kom upp þegar mynd af hverjum og einum strák kom upp (sendir bara á þann sem þú hélst með, eins og í idolinu).En það kom ekki upp mynd og símanúmer með stráknum sem ég er að tala um. Þannig að í rauninni var hann aldrei með í keppninni, því þetta var einungis símakosning.
Heyrðu það er nú bara skandall hvað það er langt síðan þú bloggaðir :O
Begga B
Skrifa ummæli
<< Home