Hip, Hip Hóra!!!
Skellti mér í bíó seinasta laugardag á myndina Hip, Hip Hóra og kom hún mér svakalega á óvart. Er ekkert alltof spennt að sjá svona myndir sem eru ekki á ensku. Þessi var sem sagt á sænsku og er eftir sama mann og gerði Fucking åmál. Mæli sko með henni, ég hól mikið, varð reið og fékk meira að segja tár í augun (það kemur svo sem ekkert á óvart þar sem ég er svo mikil veimiltíta, get grátið yfir nágrönnum). Eftir bíóið kíkti ég og Auður á Kofa Tómasar frænda og vorum þar að spjalla í einhvern tíma. En jii hvað það er orðið kalt úti, ég fór að hugsa hvort að maður eigi eitthvað eftir að nenna að djamma í þessum kulda, bíða í röð og svoleiðis vesen. Úfff þá er sko eins gott að vera í ullarbrókum ;)
Svo á mánudaginn fór ég á myndina Corps Bride og kom hún mér líka á óvart, gaman að fara á myndir sem maður veit sem minnst um því að þá er maður ekki með neinar væntingar og því verður maður mun sáttari með myndina.
Kíkti svo í heimskón til Kollu, Bjarka og litlu á þriðjudaginn og hún litla er svo mikið yndi. Svo sæt :)
Annars er ég bara búin að vera voðalega löt, búið að vera mikið að gera í vinnunni og þá verður maður frekar þreyttur.
Það er ekkert plan fyrir helgina þannig að ég bíst bara við því að liggja í leti alla helgina. Mér þykir það afskaplega gott plan hjá mér :)
En best að fara að horfa á Idolið og athuga hvernig hún Hulda okkar stendur sig.
Góða helgi.
5 Comments:
já hip hop hóra kom á óvart. mér fannst tómatsósan best..haha! takk fyrir að bjóða mér með, æði að hitta þig loksins :)
já þetta er auðvitað Auður...
Já takk sömuleiðis.
Já tómatsósan var ekkert smá fyndin, hehehehe. Góður húmor í þessu.
...OG hver er svo þessi Hulda í Idolinu??
- Ein forvitin!!! HB:)
Hún er að vinna með mér. Var rosalega góð í Idolinu á föstudaginn.
Skrifa ummæli
<< Home