Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ég og hitt fræga fólkið ;)

Það er bara búið að vera svaka mikið að gera hjá mér í vikunni sem er að líða.
Byrjaði á því að ég át á mig gat í afmælisboðinu hjá henni Hrund systur. Hún fékk kettling í afmælisgjöf og sem betur fer fær hann ekki að búa hjá okkur, hann verður heima hjá Magga og fjölskyldu. Hann er samt voðalega sætur, ennþá!!! Ákvað að skella mynd af afmælisbarni seinustu viku og litlu kisunni (Rúfus) og auðvitað Heiðu Björg líka.

Á föstudaginn fór ég með nokkrum úr vinnunni að skoða Flughótel í Keflavík, því það er nú betra að vita hvernig hótelin líta út sem við erum að selja. Leyst bara vel á það hótel.
Svo um kvöldið horfði ég á videó og það var tekin mynd sem mig hefur langað að sjá í smá tíma. En það voru sko mikil mistök og ég get ekki sagt annað en að hann Vin Diesel hefur fengið svartan blett á feril sinn með því að leika í henni. Man ekki hvað myndin heitir en hún var um hermann sem fór að passa börn. Alveg afskaplega leiðinleg mynd.

Svo á laugardaginn fór ég á myndina Hostel með hinu fræga fólkinu. Eli Roth sem gerði myndina (skrifaði einnig Cabin Fever),Quentin Tarantino ásamt leikurum úr myndinni vorum bara í sætisröðinni fyrir aftan okkur. Ekki það að ég hefði örugglega ekkert vitað hver hann Q væri hefði ég ekki séð fréttirnar kvöldinu áður. Varð bara aðeins að monta mig, hann er víst nokkuð merkilegur kall fyrir fólk sem er mikið í kvikmyndabransanum. En myndin var svakalega ógeðsleg, samt góð, en ógeðsleg. Mér varð smá flökurt eftir hana. Mæli samt með henni og ef að ég gat horft á þessa mynd þá geta það sko allir. Eftir bíó var svo farið á Rex í eftirpartý, þar var fínt en samt fólkið sem var þarna inni var sko ekki alveg krádið sem ég er mikið að umgangast þannig að við stoppuðum frekar stutt.

Á sunnudaginn var mér svo boðið í kaffi til Grétars því að hann átti afmæli, annars var ég bara að hanga allan daginn. Þarf sko að finna mér eitthvað til dundurs á sunnudögum.

Á mánudaginn fór ég svo í bíó á myndina Elizabethtown og sú mynd olli mér sko miklum vonbrigðum, ég var búin að heyra að hún væri langdregin en ég bjóst ekki alveg við svona langdregni mynd. Líka Orlando Bloom leikur í henni og ég hélt kannski að hann myndi bjarga myndinni ef að hún yrði leiðinleg, því að þá hafði maður nú eitthvað fallegt til að horfa á. Hann var sætur en hann er ekki með nógu góðan málróm, kom mér mjög á óvart En svo fór ég að pæla að í þeim myndum sem hann hefur leikið í þá hefur hann ekki talað mikið. Þess vegna mæli ég með því að hann leiki í myndum þar sem hann þarf ekki að tala mikið, bara vera sætur og brosa:)


Svo var önnur hótelferð farin á þriðjudaginn og þá var Hótel Rangá og Hótel Flúðir skoðað. Mjög gaman að sjá Hótel Flúðir því að ég hafði aldrei séð það.

Svo í gær fór ég í afmæli til Jakobs þar sem hann varð 1 árs í gær. Eftir það var náttúrulega ANTM hittingurinn okkar Berglindar Báru. Maður má sko ekki missa af þætti ;)

Jæja hef þetta ekki lengra í bili er komin með skrifkrampa.

Bless

Berglind upptekna ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home