Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júlí 29, 2005

Frábær leikkona???

Ég er búin að pæla mikið í því hvort að ég sé á rangri hillu í lífinu eftir að Berglind Bára vinkona gerði svo flottann trailer þar sem ég er í aukahlutverki og leik á móti honum Willa mínum. Eftir þennan trailer þá er ég mikið að pæla í því að fara bara í leiklistina. En hvað finnst þér, á ég ekki bara að gerast leikkona??? Hér getið þið séð trailerinn af mér og Willa.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Góður dagur :)

Ætlaði bara að minna fólk á þenna frábæra dag ;)

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Góð stund á Grundó

Við í vinahópnum úr MS skelltu okkur í Grundarfjörð til hennar Helgu okkar á föstudaginn. Þar var hátíðin Á góðri stundu á Grundó. Við komum beint í grillmat heima hjá Helgu og var svo farið að syngja við gítarspil stuttu seinna. Við vorum allt kvöldið úti á palli í góðum fíling. Svo seint og síðar meir var farið á Sálarball. Og mikið rosalega var það skemmtilegt ball, það er lagt síðan að ég hef skemmt mér svona vel á balli enda er líka langt síðan að ég hef farið á ball :) En Sálarmenn stóðu fyrir sínu.

Á Laugardaginn átti svo að leggja í hann um þrjú en það dróst aðeins hjá helmingnum af hópnum þar sem það var svo rosalega gott veður og mikið um að vera á Grundó fannst okkur óþarfi að flýta okkur í bæinn. Við fengum svo að borða hjá Helgu áður en að við lögðum af stað í bæinn um kvöldið. Takk fyrir mig Helga mín :)

Þegar ég kom í bæinn sólbrend og sæl fór ég nánast beint niður í miðbæ Reykjarvíkur með Hildi og Guðnýju. Það var ágætt en vá hvað maður er kominn með leið af þessum bæ.

Svo er ég búin að sjá það að mér er ekki ætlað að fara upp Esjuna, planið var að fara á sunnudaginn en þar sem það var svo mikil þoka langaði mig ekki mikið til þess að fara. Þannig að það verður að bíða betri tíma.

Komin tími til þess að sóla sig.

miðvikudagur, júlí 20, 2005


River Rafting
Báturinn minn + Óli, nýkomin í land :)

Setti inn nokkrar myndir en gat ekki sett allar inn, reyni kannski aftur seinna.

River Rafting

Vá hvað það var gaman og ég sé sko ekki eftir því að hafa farið. Mæli sko með þessu. Ég byrðjaði sem sagt laugardaginn snemma og vaknaði klukkan 7 þar sem ég átti eftir að pakka niður. Áætlað var að leggja af stað klukkan 9 en það seinkaði eitthvað smá.

Við vorum komnar um hálf 3 á staðinn en þurftum að bíða aðeins og horfði ég á eitthvað video sem var í gangi þarna og voru myndir af raftinginu, ég fékk alveg húnt í magann við að sjá þessar myndir. Klukkan hálf 5 var svo lagt af stað að Jökulsá Austari en það var um klukkutíma akstur. Eftir að hafa farið yfir öryggisatriðin og þegar búið var að teypa hálsinn á nokkrum var lagt af stað niður ánna. Við í stelpubátnum stóðum okkur mjög vel (allavega að mínu mati :)) en mikið rosalega var þetta erfitt. Úff. Þegar við vorum rétt hálfnuð komum við að svokölluðu green room eða græna herberginu og þar eru "öldurnar" það miklar að það fer bara einn bátur niður í einu og hinir fylgjast með á bakkanum á meðan. Þetta heitir græna herbergið því að það er mjög algengt að bátnum hvolfi þarna og þegar fólkið fer í kaf þá sér það bara grænt. Við sluppum sem betur fer þar en einum bátnum hvolfdi og að sjá hræðslu svipinn á fólkinu var maður svo feginn að hafa ekki hvolft.
Stuttu eftir þetta stoppuðum við og fengum vöfflur og heitt kakó. Eftir stoppið vorum við alveg vissar um það að það yrði reynt að hvolfa bátnum okkar og það reyndist vera rétt. Við fórum allar á bólakaf og ég var sko nær dauða en lífi þar. Mér var nú samt bjargað fljótlega í næsta bát, fjúkket!! Þó að þetta hafi verið mjög svo hræðileg tilfinning þá var þetta samt mjög gaman.

Við máttum svo hoppa fram af kletti þarna en ég ákvað að halda mér bara á jörðinni og fylgjast með hinum stökkva.

Ferðin endaði svo um hálf 11 og þá keyrðum við upp í bátaskýlið sem var í um hálftíma fjarlægð. Við vorum mjög svo bjartsýnar þar sem við ætluðum að fara á djammið þegar við kæmum á Akureyri sem var svo um klukkan hálf eitt. Hættum við það og fórum í rúmmið alveg búnar á því, ég var sko rangeygð af þreytu. Daginn eftir var ekki gott að vakna mér var svo illt í líkamanum að það var eins og mér hefði verið hent inní þvottavél og farið nokkra hringi (ekki það að ég hafi mikla reynslu á því hvernig sú tilfinning er en....).

Við kíktum svo í Jólahúsið á Akureyri og ég komst í þetta fína jólaskap, aldrei of snemmt að komast í það ;) Eftir það var farið að borða og svo brunað í bæinn þar sem ég átti stefnumót með honum Snoop Dogg. Ágætis tónleikar þar en hann hefði alveg mátt sleppa þessu klámmyndbandi þarna í byrjun.

Berglind raftari kveður að sinni.

föstudagur, júlí 15, 2005

Rafting!!!

Já ég ákvað að fara á morgun í rafting. Það er stíf dagskrá. Leggjum af stað norður klukkan 9 í fyrramálið og svo er áætlað að leggja af stað niður ánna klukkan 15.00. Ferðin tekur sirka 5-6 tíma í heildina. Eftir ferðina förum við til Akureyrar og munum við gista á Eddu hótelinu þar, það var sem betur fer hægt að troða okkur þar inn. Svo er víst stefnt á djamm um kvöldið en við sjáum nú til hvort að maður hafi nú orku í það. Svo á sunnudagskvöldið er ég sennilega að fara á tónleikanna með Snoop D... og ég er búin að vera að æfa mig í svona rapparatalsmáta, yeah hómí, bíatzz og já svo kann ég ekki neitt meira :)

Well hómís læt þetta duga í bili.

L8ter Bíatzzzz

(Hér er linkur á þessa svaðalegur raftingferð)

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Það hlaut að koma að því.

Mikið var að það skín sól hérna á klakanum. Ég var orðin svo þunglynd af þessum eldalausu skýjum. Var einmitt að pirra mig á því í gær að það væri aldrei sól en ég vona að hún verði ekki farin þegar ég er búin í vinnunni. Mér finnst ég ekki geta gert neitt úti þegar það er svona leiðinlegt veður, eða ég nenni að minnsta kosti ekki að gera neitt þá. Hef ekki farið á Esjuna, ekki í golf síðan í maí og bara einu sinni á Línó, alveg glatað.

Svo er ég ekki ennþá búin að ákveða mig hvort að ég eigi að þora að fara í river rafting með fólkinu úr vinnunni á laugardaginn. Þetta er víst svakaleg á. En það kemur í ljós.

Jæja hafið það gott í sólinni.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Menningarleg

Já ég er orðin mjög svo menningarleg eða var það allavega seinustu helgi.
Fór á tónleikana í Hljómskálagarðinum á föstudaginn með Herdísi en við sáum samt bara 2 hljómsveitir. Vorum frekar seinar þar sem ég var að skutla litlu systir í partý. Já maður verður stundum að borga henni tilbaka skutlferðirnar. Við sáum sem sagt Papana og Hjálmar. Þegar ég var að hlusta á Papana þá fór mig að langa svo mikið á Sálarball en ég veit ekki hvort að þeir verði með eitthvað ball í bænum á næstunni en við skulum vona :)

Svo á laugardaginn fór ég og kíkti á Wig Wam í Smáralindinni, algjörir töffarar, skil ekki afhverju þeir unnu ekki Evróvision!! Fór svo til Berglindar og Atla í mat og fékk að horfa á Live 8 hjá þeim. Ákvað svo skyndilega að fara með Írisi, Snjólaugu og Herdísi á djammið. Skemmtilegt djamm það. En sunnudagurinn varð svo ekki eins menningarlegur og ég hefði ætlað mér, ætlaði nefnilega uppeftir í Sogið á sýninuna en það klikkaði eitthvað sökum slappleika ;)

Svo finnst mér líka svolítið leiðinlegt (asnalegt) að þessi Sirkus sjónvarpsstöð hafi fengið að sýna frá Live 8 tónleikunum. Það eru sko ekki allir sem sjá þá stöð og þar með talin ÉG.

En ég er farin á Stylinn.