Góð stund á Grundó
Við í vinahópnum úr MS skelltu okkur í Grundarfjörð til hennar Helgu okkar á föstudaginn. Þar var hátíðin Á góðri stundu á Grundó. Við komum beint í grillmat heima hjá Helgu og var svo farið að syngja við gítarspil stuttu seinna. Við vorum allt kvöldið úti á palli í góðum fíling. Svo seint og síðar meir var farið á Sálarball. Og mikið rosalega var það skemmtilegt ball, það er lagt síðan að ég hef skemmt mér svona vel á balli enda er líka langt síðan að ég hef farið á ball :) En Sálarmenn stóðu fyrir sínu.
Á Laugardaginn átti svo að leggja í hann um þrjú en það dróst aðeins hjá helmingnum af hópnum þar sem það var svo rosalega gott veður og mikið um að vera á Grundó fannst okkur óþarfi að flýta okkur í bæinn. Við fengum svo að borða hjá Helgu áður en að við lögðum af stað í bæinn um kvöldið. Takk fyrir mig Helga mín :)
Þegar ég kom í bæinn sólbrend og sæl fór ég nánast beint niður í miðbæ Reykjarvíkur með Hildi og Guðnýju. Það var ágætt en vá hvað maður er kominn með leið af þessum bæ.
Svo er ég búin að sjá það að mér er ekki ætlað að fara upp Esjuna, planið var að fara á sunnudaginn en þar sem það var svo mikil þoka langaði mig ekki mikið til þess að fara. Þannig að það verður að bíða betri tíma.
Komin tími til þess að sóla sig.
6 Comments:
Verði þér að góðu Berglind mín. Þetta var alveg frábær helgi. Alltaf velkomin á Grundó:)
Sólbrenndir eru flottir!!
Takk fyrir það. Já sólbrenndir eru flottir, þá sérstaklega þegar maður fer að flagna, LOVE IT!!!
En hvar eru myndirnar?
Humm já ég þarf að fara að vinna í því. Veit ekki hvort að það verði margar eftir þegar ég er búin að flokka sjálfsmyndirnar af mér og Berglindi Báru úr ;)
Og náttúrulega Klaus Derrik ;)
BB
Já og auðvitað Klaus, hvernig gat ég gleymt honum ;)
Skrifa ummæli
<< Home