Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Menningarleg

Já ég er orðin mjög svo menningarleg eða var það allavega seinustu helgi.
Fór á tónleikana í Hljómskálagarðinum á föstudaginn með Herdísi en við sáum samt bara 2 hljómsveitir. Vorum frekar seinar þar sem ég var að skutla litlu systir í partý. Já maður verður stundum að borga henni tilbaka skutlferðirnar. Við sáum sem sagt Papana og Hjálmar. Þegar ég var að hlusta á Papana þá fór mig að langa svo mikið á Sálarball en ég veit ekki hvort að þeir verði með eitthvað ball í bænum á næstunni en við skulum vona :)

Svo á laugardaginn fór ég og kíkti á Wig Wam í Smáralindinni, algjörir töffarar, skil ekki afhverju þeir unnu ekki Evróvision!! Fór svo til Berglindar og Atla í mat og fékk að horfa á Live 8 hjá þeim. Ákvað svo skyndilega að fara með Írisi, Snjólaugu og Herdísi á djammið. Skemmtilegt djamm það. En sunnudagurinn varð svo ekki eins menningarlegur og ég hefði ætlað mér, ætlaði nefnilega uppeftir í Sogið á sýninuna en það klikkaði eitthvað sökum slappleika ;)

Svo finnst mér líka svolítið leiðinlegt (asnalegt) að þessi Sirkus sjónvarpsstöð hafi fengið að sýna frá Live 8 tónleikunum. Það eru sko ekki allir sem sjá þá stöð og þar með talin ÉG.

En ég er farin á Stylinn.

1 Comments:

At 4:16 e.h., Blogger Berglind said...

Mústsí, mústsí.
Vertu bara fegin að ég eigi eftir að koma. Þá hefur þú eitthvað til að hlakka til :)

 

Skrifa ummæli

<< Home