Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Það hlaut að koma að því.

Mikið var að það skín sól hérna á klakanum. Ég var orðin svo þunglynd af þessum eldalausu skýjum. Var einmitt að pirra mig á því í gær að það væri aldrei sól en ég vona að hún verði ekki farin þegar ég er búin í vinnunni. Mér finnst ég ekki geta gert neitt úti þegar það er svona leiðinlegt veður, eða ég nenni að minnsta kosti ekki að gera neitt þá. Hef ekki farið á Esjuna, ekki í golf síðan í maí og bara einu sinni á Línó, alveg glatað.

Svo er ég ekki ennþá búin að ákveða mig hvort að ég eigi að þora að fara í river rafting með fólkinu úr vinnunni á laugardaginn. Þetta er víst svakaleg á. En það kemur í ljós.

Jæja hafið það gott í sólinni.

2 Comments:

At 1:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað ferðu í river rafting Berglind !!

 
At 6:40 e.h., Blogger Berglind said...

Ég fer, er samt svolítið smeik.
En er ekki alltaf sagt, það sem drepur mann ekki styrkir mann bara ;) Fer með það í huga.

 

Skrifa ummæli

<< Home