Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, september 30, 2004

Mín er bara að fara að skella sér á konukvöld Létt 96,7 í kvöld. Maður byrjar bara helgina snemma. Ég er sko í fríi á morgun í skólanum og þess vegna er allt í lagi að skella sér á eins svona samkomu. Björk frænka átti 4 miða og ætlaði ekki að fara þannig að ég fékk að nota þá og bjóða nokkrum kjellingum með mér. Það verður vonandi skemmtilegt í kvöld.

Annars er ég bara búin að vera að passa litlu frænku í dag út af þessu kennaraverkfalli. Ekki gaman að byrja í 6 ára bekk og fara bara strax í frí aftur. Usss. En það er búið að vera mjög gaman hjá okkur í dag. Hún er búin að setja voða fínt í hárið á mér og mála mig alveg rosalega flott, augnskuggi, varalitur og allt saman. Svo var beðið um að fá að mála mig fyrir kvöldið en ég sagðist bara hugsa málið :)

En Snjólaug ertu búin að fá það á hreint hvernig þú verður að vinna um helgina???????

Farin að vinna.....

miðvikudagur, september 29, 2004

Ég er í svo hræðilega leiðinlegum tíma að ég er að meygla hérna :s Ég næ bara engri einbeitningu í að hlusta á það sem kennarinn er að segja. Ætti samt að vera að hlusta þar sem við erum að fara að vinna verkefni úr því sem hann er að segja okkur.

Jamm og í gær náði ég að læsa mig úti. Ég er auðvitað ekki eðlileg, orðin þetta gömul og ef ég fer ekki á bílnum mínum þar sem húslyklarnir eru fastir við bíllyklana þá gleymi ég alltaf lyklum. Ég var aldrei lyklabarn og því kenni ég því um það að ég gleymi alltaf húslyklum núna!!! En ég komst inn eftir að hafa sitið úti í 20 mín. Mjög gaman það.

En hvað er hann Robbie minn Williams að deita dóttur Ozzy Osbourne?????

þriðjudagur, september 28, 2004

Búin í þessu helv... prófi. Ekki ánægð með það, en það verður víst að hafa það, það þýðir lítið að grenja yfir því.

Eftir skóla áðan þá fór ég í Blóðbílinn, ætla að athuga í hvaða blóðflokki ég sé í, enda kominn tími til!!! Var sko algjör hetja og fékk stílabók að gjöf :) Ég ætlaði að fara í fyrra en guggnaði þegar ég var komin út í bílinn. Maður á ekkert að vera að láta stinga sig oftar en það þarf :)

Svo kom ég heim og horfði á einn af uppáhaldþáttunum mínum. Já One Tree Hill, loksins var hann aftur í gær eftir viku frí, þannig að það voru 2 vikur síðan að ég sá hann síðast bara út af einhverjum helv... fótboltaleik. Ég er sko algjörlega á móti þessum fótbolta á Skjá einum. Ég vil fótboltan á Sýn!!!!!

Jæja ætli maður þurfi ekki að fara að skutla litlu systir í klippingu og fara að skila vinnubílnum, adíós...

sunnudagur, september 26, 2004

Já ég hafði það sem sagt alltof gott á föstudaginn, ég steingleymdi að fara í prófsýningu. Alveg mín heppni :( En það verður bara að hafa það!

Það var svo kósíkvöld hjá okkur systrum (mínus Hrund) á föstudaginn, fengum okkur Mcdonalds og horfðum á videó. Og mér tókst að borða yfir mig og átti erfitt með að fara að sofa þetta kvöld. Það er alltaf sama græðgin í manni.

Á laugardaginn var farið snemma á fætur því að ég nennti ekki að skúra á föstudaginn og gerði það í staðinn á laugardagmorgni :) Eftir það var ræktin tekin og ég sver það mér leið ennþá illa eftir átið kvöldið áður, usss. Fór í vinnuna og þar var vona á einhverjum merkum mönnum sem voru á einhverri vetnisráðstefnu. Þeir voru greinilega svona merkilegir að þeir létu bíða eftir sér í einn og hálfan tíma þannig að ég varð að vinna klukkutíma lengur. Svo þegar ég komst loksins heim og var á leið í kveðjupartý til Auðar þá var ég svo þreytt að ég kíkti bara í stutta stund. Var ákveðin í því að fara að djamma en þar sem ég var þreytt og er að fara í próf á þriðjudaginn ákvað ég að vera góð stelpa og vera bara á bíl.

Svo fór ég í vinnuna í dag, sem var seinasti dagurinn, og mér finnst alltaf hálf sorglegt að hætta á einhverjum stað, ekki það að ég hef verið þarna seinustu 9 sumur. Ég er bara væmin :)

Í kvöld ákváðu leiðinda systur mínar að fara í bíó á mynd sem mig langar svolítið mikið að sjá (og verðandi maður minn leikur aukahlutverk í) en ég komst ekki með því að ég var að læra undir próf!!! Óþolandi þessi próf!!!

Jæja ég ætla að fara að halla mér...

föstudagur, september 24, 2004

Ahh það er svo gott að vera í fríi á föstudögum, ummm en að vísu ætlaði ég ekki að sofa eins lengi og ég gerði :s Bara gat ekki vaknað. Ég á að vera að læra undir próf sem ég er að fara í á þriðjudaginn.

Ég horfði á Americas next topmodel á miðvikudaginn og ó mæ god. Ekki það mér finnst rosalega gaman að horfa á þessa þætti því að maður lærir svo margt af þeim, hvernig maður á að mála sig, eða ganga á sýningaralli og hvernig maður á að sitja fyrir nakinn, það er sko aldrei að vita hvenær maður þarf að kunna það :) Já þá var þessi stelpa alltaf vælandi. Og svo kom eitthvað bréf frá stjórnandanum sem stóð að næsta verkefni snérist um ótta. Og þá segir mesta væluskjóan; hræðsla er bara sóun á tilfinningum og tárum (væli). Ok ekki málið, svo kemur að því sem þær þurfa að gera, sem var að hanga eitthvað lengst upp í loft og láta taka mynd af sér. Nei, nei þá fer gellan bara í eitthvað taugaveiklunarkast og grætur og grætur. Spurning um að spara stóru orðin!!!!!

En núna eru grannar að byrja, má ekki missa af þeim.........

laugardagur, september 18, 2004

Ég er ekki að fatta vegagerðarmálin á Íslandi í dag. Þar sem ég skúra niður í bæ þarf ég núna alltaf að fara einhverja langa leið í vinnuna og ég er svo helmingi lengur á leiðinni sökum umferðar og árekstra. Jamm í þessari viku er ég búin að þurfa að bíða 3 sinnum í langri bílaröð því að það hefur verið árekstur á Milkubrautinn og eiginlega alltaf á sama stað og á svipuðum tíma. Það hefði þurft að pæla að eins betur í þessum vegaframkvæmdum og hafa í huga Háskólafólk þegar verið var að pæla í því hverju átti að breita. Maður er orðinn frekar pirraður á þessari helv..... umferð.

Ég fór í bíó á miðvikudaginn, ég fékk boðsmiða og bauð systrum mínum með, fórum á myndina MAN ON FIRE, hún kom mér nú nokkuð á óvart. Það er langt síðan að ég fór á svona hasar/spennumynd, ég er meira í þessum gelgju/kellingamyndum :) Skellti mér einmitt á eins svoleiðis í gær, við vorum alveg 8 manns í salnum, nokkuð gott.

Í kvöld fór ég í afmæli til hennar Hildar P, hún er 24 ára í dag. Og þar var étið yfir sig af rosalega góðum kökum, ummmm.

Svo eftir vinnu á morgun verð ég að fara að vinna í lokaverkefninu, frekar erfitt að finna réttu spurningar fyrir könnunina. En það kemur vonandi á morgun.

Jæja ég held ég fari bara að leggja mig og vonandi dreymir mig einhverjar snildar spurningar fyrir könnunina.

þriðjudagur, september 14, 2004

Já ég veit ég hef ekki verið dugleg að blogga. Maður þorir ekki annað en að skrifa núna þar sem Snjólaug segir bara að síðan mín sér prump. Hvurslags......
Jamm það er margt búið að gerast og svo ekkert.
Er byrjuð í skólanum og er strax komin aftur úr í lestri :( og svo fer maður að byrja á fullu í lokaverkefninu sínu. Sem sagt skemmtilegir tímar framunda.
Það var svo bjórkvöld á Sólon hjá skólanum á föstudaginn og ég ákvað að mæta og djamma kannski smá þar sem ég er ekki búin að djamma í frekar langan tíma. Jú, jú það var fínt til að byrja með, ég fór á allmarga staði en svo var ég bara svo þreytt og var komin heim rétt fyrir þrjú. Já mér leið eins og ég væri um áttrætt, þó svo að ég hafi ekki hugmynd hvernig það er en... Ég bara varð að fara heim sökum þreytu, usss.
Svo var ég að vinna í Soginu um helgina þar sem ekki svo margir komu að heimsækja okkur.

Jæja þarf víst að fara að sækja litlu frænku í skólann, það verður gaman að fara inn í Seljaskóla eftir svona langan tíma :)