Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, september 18, 2004

Ég er ekki að fatta vegagerðarmálin á Íslandi í dag. Þar sem ég skúra niður í bæ þarf ég núna alltaf að fara einhverja langa leið í vinnuna og ég er svo helmingi lengur á leiðinni sökum umferðar og árekstra. Jamm í þessari viku er ég búin að þurfa að bíða 3 sinnum í langri bílaröð því að það hefur verið árekstur á Milkubrautinn og eiginlega alltaf á sama stað og á svipuðum tíma. Það hefði þurft að pæla að eins betur í þessum vegaframkvæmdum og hafa í huga Háskólafólk þegar verið var að pæla í því hverju átti að breita. Maður er orðinn frekar pirraður á þessari helv..... umferð.

Ég fór í bíó á miðvikudaginn, ég fékk boðsmiða og bauð systrum mínum með, fórum á myndina MAN ON FIRE, hún kom mér nú nokkuð á óvart. Það er langt síðan að ég fór á svona hasar/spennumynd, ég er meira í þessum gelgju/kellingamyndum :) Skellti mér einmitt á eins svoleiðis í gær, við vorum alveg 8 manns í salnum, nokkuð gott.

Í kvöld fór ég í afmæli til hennar Hildar P, hún er 24 ára í dag. Og þar var étið yfir sig af rosalega góðum kökum, ummmm.

Svo eftir vinnu á morgun verð ég að fara að vinna í lokaverkefninu, frekar erfitt að finna réttu spurningar fyrir könnunina. En það kemur vonandi á morgun.

Jæja ég held ég fari bara að leggja mig og vonandi dreymir mig einhverjar snildar spurningar fyrir könnunina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home