Já ég hafði það sem sagt alltof gott á föstudaginn, ég steingleymdi að fara í prófsýningu. Alveg mín heppni :( En það verður bara að hafa það!
Það var svo kósíkvöld hjá okkur systrum (mínus Hrund) á föstudaginn, fengum okkur Mcdonalds og horfðum á videó. Og mér tókst að borða yfir mig og átti erfitt með að fara að sofa þetta kvöld. Það er alltaf sama græðgin í manni.
Á laugardaginn var farið snemma á fætur því að ég nennti ekki að skúra á föstudaginn og gerði það í staðinn á laugardagmorgni :) Eftir það var ræktin tekin og ég sver það mér leið ennþá illa eftir átið kvöldið áður, usss. Fór í vinnuna og þar var vona á einhverjum merkum mönnum sem voru á einhverri vetnisráðstefnu. Þeir voru greinilega svona merkilegir að þeir létu bíða eftir sér í einn og hálfan tíma þannig að ég varð að vinna klukkutíma lengur. Svo þegar ég komst loksins heim og var á leið í kveðjupartý til Auðar þá var ég svo þreytt að ég kíkti bara í stutta stund. Var ákveðin í því að fara að djamma en þar sem ég var þreytt og er að fara í próf á þriðjudaginn ákvað ég að vera góð stelpa og vera bara á bíl.
Svo fór ég í vinnuna í dag, sem var seinasti dagurinn, og mér finnst alltaf hálf sorglegt að hætta á einhverjum stað, ekki það að ég hef verið þarna seinustu 9 sumur. Ég er bara væmin :)
Í kvöld ákváðu leiðinda systur mínar að fara í bíó á mynd sem mig langar svolítið mikið að sjá (og verðandi maður minn leikur aukahlutverk í) en ég komst ekki með því að ég var að læra undir próf!!! Óþolandi þessi próf!!!
Jæja ég ætla að fara að halla mér...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home