Gleðileg jól
Kæru vinir, nær og fjær.
Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár. Þakka liðið og vona að við hittumst sem oftast á komandi ári.
Jólakveðja,
Berglind
Kæru vinir, nær og fjær.
.....að segja frá því þegar Hrund notaði eina bíómyndasetningu í Boston. Ég, mamma og Hrund tókum saman leigubíl eftir að hafa farið út að borða á humarhúsi. Hildur, Hulda og Garðar hoppuðu í annan bíl. Og þegar við þrjár erum sestar inní leigubílinn þá segir mamma: Hvað heitir hótelið okkar. Við verðum allar eins og spurningar merki í framan og ég: Colonn eitthvað, gat ómögulega muna það. En Hrund var ekki lengi að fatta hvað hún ætti að gera og sagði: Follow that car!!! (sem sagt bílinn sem Hildur, Hulda og Garðar voru í). Vá hvað okkur fannst þetta fyndið, en það virkaði og svo fundum við út hvað hótelið okkar hét ;)
Eins og það er gott að fara út þá er alltaf gott að koma heim. Við mamma vorum degi lengur en planað var og það var bara fínt, náði að versla mér smá föt þegar Hildur og Hrund voru farnar, þær hafa greinlega ekki góð verslunaráhrif á mig.
Þá er maður að fara til Boston í dag, vííí. Samt ekki, það er svo ótrúlegt með mig að ég nenni aldrei að fara út svona c.a. þegar 1 -2 dagar eru í brottför. Veit ekki hvort að þetta sé einhver spenna eða hvað. Mér finnst reyndar ógeðslega leiðinlegt að pakka og ég er orðin eitthvað svo flughrædd. En svo þegar ég er komin út þá skil ég ekkert í þessari vitleysu í sjálfri mér. Já maður er skrítin.
Það var mjög fínt í nuddinu sem ég fór í á fimmtudaginn. Fyrst fór ég í pottinn og þar fékk ég axla og höfuð nudd. Svo var farið í nuddið, en þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki mikið fyrir að fólk sé að koma mikið við mig, sem sagt fólk sem er með snertiþörf ég er akkúrat öfugt við það. Ég hélt að ég væri bara að fara í herðanudd en annað koma á daginn þegar nuddarinn fór að nudda rassinn á mér!!! Já þá var þetta sem sagt heilnudd. En að frádregnu rassanuddinu þá var þetta mjög gott, hefði þurft að vera lengur bara.